Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Árni Sæberg skrifar 3. mars 2025 10:27 Mennirnir fóru í sjóinn við höfnina á Akranesi. Vísir/Arnar Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. Þetta segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Jens Heiðar segir að aldan hafi hrifið með sér tvo bíla sem voru á höfninni. Ökumaður annars þeirra hafi fylgt með út í sjó ásamt einum gangandi vegfaranda á höfninni. Slökkvilið hafi verið kallað út upp úr klukkan átta ásamt lögreglu, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveitum. Fluttur til Reykjavíkur til öryggis Mennirnir tveir hafi ekki verið lengi ofan í sjónum og hafi komið sér af sjálfsdáðum upp úr sjónum með hjálp viðstaddra á höfninni. Þeir hafi verið kaldir og lemstraðir og báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til athugunar. Annar hafi í kjölfarið verið fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús til öryggis. Jens Heiðar kveðst ekki búa yfir nánari upplýsingum um líðan mannanna tveggja, skoðun verði að leiða hana í ljós. Engin mengun enn sem komið er Þá segir hann að bílarnir séu enn ofan í sjónum og verið sé að vinna í því að ná þeim upp ásamt köfurum. Enn sé þó beðið eftir því að veðrið gangi niður, enda sé mikill sjógangur. Ekki sjáist nein merki um olíumengun enn sem komið er en ekki sé ólíklegt að mengunar muni gæta. Loks segir hann að slökkviliðið hafi verið að störfum meira og minna alla helgina vegna veðurs. Helstu verkefni hafi verið verðmætabjörgun, til að mynda með því að dæla upp úr kjöllurum. Talsverður ágangur sjós hafi verið á Skaganum. Akranes Veður Slökkvilið Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Sjá meira
Þetta segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Jens Heiðar segir að aldan hafi hrifið með sér tvo bíla sem voru á höfninni. Ökumaður annars þeirra hafi fylgt með út í sjó ásamt einum gangandi vegfaranda á höfninni. Slökkvilið hafi verið kallað út upp úr klukkan átta ásamt lögreglu, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveitum. Fluttur til Reykjavíkur til öryggis Mennirnir tveir hafi ekki verið lengi ofan í sjónum og hafi komið sér af sjálfsdáðum upp úr sjónum með hjálp viðstaddra á höfninni. Þeir hafi verið kaldir og lemstraðir og báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til athugunar. Annar hafi í kjölfarið verið fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús til öryggis. Jens Heiðar kveðst ekki búa yfir nánari upplýsingum um líðan mannanna tveggja, skoðun verði að leiða hana í ljós. Engin mengun enn sem komið er Þá segir hann að bílarnir séu enn ofan í sjónum og verið sé að vinna í því að ná þeim upp ásamt köfurum. Enn sé þó beðið eftir því að veðrið gangi niður, enda sé mikill sjógangur. Ekki sjáist nein merki um olíumengun enn sem komið er en ekki sé ólíklegt að mengunar muni gæta. Loks segir hann að slökkviliðið hafi verið að störfum meira og minna alla helgina vegna veðurs. Helstu verkefni hafi verið verðmætabjörgun, til að mynda með því að dæla upp úr kjöllurum. Talsverður ágangur sjós hafi verið á Skaganum.
Akranes Veður Slökkvilið Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Sjá meira