Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 06:31 Geyse hefur ekki staðið undir væntingum síðan hún kom til Manchester United árið 2023. Getty/Ben Roberts Framherji kvennaliðs Manchester United ber félaginu ekki góða söguna og hefur tjáð sig um slæma upplifun sína á samfélagsmiðlum. Geyse kom til Manchester United frá Barelona fyrir metfé árið 2023 og það voru gerðar miklar væntingar til hennar. Hún hefur aðeins náð að skora 3 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum fyrir enska félagið. Luis Filipe Silva, umboðsmaður Geyse, sagði í viðtali við Telegraph að United hafi reynt að lána hana til bandarískra félaga á sama tíma og hún var í leyfi heima í Brasilíu vegna jarðarfarar bróður síns sem lést í janúar. „Það er þjakandi og einmanalegt að þurfa að vera hjá félagi þar sem ég er ekki hamingjusöm,“ skrifaði Geyse í tilfinningaríkum pistli á samfélagsmiðlinum Instagram. Sky Sports hefur fjallað um þetta. Manchester United's Brazil forward Geyse has said she finds it "agonising and lonely" staying somewhere she is not happy. pic.twitter.com/3rrrMnFbny— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 3, 2025 „Hver dagur er þyngri og erfiðari en sá sem fór á undan og það er þungbært fyrir mig að þurfa að vera þarna,“ skrifaði Geyse. „Í stað þess að finnast vera velkomin þá er mjög óþægilegt að vera þarna og þá er mjög erfitt að finna innri frið. Þegar þú ert ekki í takt við þitt umhverfi þá missir heimurinn í kringum þig bæði lit og orku,“ skrifaði Geyse. „Stundum kemur upp þrá eftir breytingu en óttinn við hið óþekkta og óöryggi um framtíðina getur hreinlega lamað þig. Það er samt mikilvægt að átta sig á því að hver einstaklingur á skilið að vera í umhverfi og aðstæðum sem færa okkur hamingju og sátt. Það er eina leiðin til að vaxa,“ skrifaði Geyse. Félagssiptaglugginn í bandarísku deildinni lokar 24. mars næstkomandi en Manchester United þykir líklegt til að leyfa henni að fara á láni. Manchester United forward Geyse posted this on Instagram following their 2-0 win over Leicester ✍️ pic.twitter.com/VxcwbWR2Zz— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) March 2, 2025 Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Geyse kom til Manchester United frá Barelona fyrir metfé árið 2023 og það voru gerðar miklar væntingar til hennar. Hún hefur aðeins náð að skora 3 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum fyrir enska félagið. Luis Filipe Silva, umboðsmaður Geyse, sagði í viðtali við Telegraph að United hafi reynt að lána hana til bandarískra félaga á sama tíma og hún var í leyfi heima í Brasilíu vegna jarðarfarar bróður síns sem lést í janúar. „Það er þjakandi og einmanalegt að þurfa að vera hjá félagi þar sem ég er ekki hamingjusöm,“ skrifaði Geyse í tilfinningaríkum pistli á samfélagsmiðlinum Instagram. Sky Sports hefur fjallað um þetta. Manchester United's Brazil forward Geyse has said she finds it "agonising and lonely" staying somewhere she is not happy. pic.twitter.com/3rrrMnFbny— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 3, 2025 „Hver dagur er þyngri og erfiðari en sá sem fór á undan og það er þungbært fyrir mig að þurfa að vera þarna,“ skrifaði Geyse. „Í stað þess að finnast vera velkomin þá er mjög óþægilegt að vera þarna og þá er mjög erfitt að finna innri frið. Þegar þú ert ekki í takt við þitt umhverfi þá missir heimurinn í kringum þig bæði lit og orku,“ skrifaði Geyse. „Stundum kemur upp þrá eftir breytingu en óttinn við hið óþekkta og óöryggi um framtíðina getur hreinlega lamað þig. Það er samt mikilvægt að átta sig á því að hver einstaklingur á skilið að vera í umhverfi og aðstæðum sem færa okkur hamingju og sátt. Það er eina leiðin til að vaxa,“ skrifaði Geyse. Félagssiptaglugginn í bandarísku deildinni lokar 24. mars næstkomandi en Manchester United þykir líklegt til að leyfa henni að fara á láni. Manchester United forward Geyse posted this on Instagram following their 2-0 win over Leicester ✍️ pic.twitter.com/VxcwbWR2Zz— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) March 2, 2025
Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira