Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 09:02 Pep Guardiola grípur um höfuð sér á leiknum gegn Plymouth um helgina. Getty/Justin Setterfield Boltarnir sem notaðir hafa verið í ensku bikarkeppnunum í vetur virðast ekki hafa slegið í gegn. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, leyfði sér að kvarta undan boltanum í ljósi þess að liðið hafði unnið Plymouth í FA-bikarnum á laugardag. Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjá meira
Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjá meira