Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2025 14:25 Liam Roberts neglir Jean-Philippe Mateta niður. ap/Ian Walton Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. Leikurinn var aðeins nokkurra mínútna gamall þegar Liam Roberts, markvörður Millwall, braut gróflega á Jean-Philippe Matea, framherja Palace. Roberts var á undan Mateta í boltann en sparkaði í andlit Frakkans sem lá óvígur eftir. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Roberts fékk rautt spjald og í stað hans kom Lukas Jensen í mark Milwall. Jensen þessi lék sjö leiki með Kórdrengjum í Lengjudeildinni sumarið 2021. Mateta þurfti að fara af velli vegna meiðslanna sem hann varð fyrir eftir tæklingu Roberts. Palace náði forystunni á 33. mínútu þegar Japhet Tanganga skoraði sjálfsmark. Daniel Munoz jók muninn svo í 2-0 sjö mínútum síðar. Þegar þrettán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik minnkaði Wes Harding muninn fyrir Milwall, 2-1. Eddie Nketiah kom inn á fyrir Mateta eftir stundarfjórðung og hann gulltryggði sigur Palace þegar hann skoraði þriðja mark liðsins níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-1, Palace í vil. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Öruggt hjá Stefáni Teiti og félögum Preston er einnig komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar eftir 3-0 sigur á Burnley á Deepdale. Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn fyrir Preston. Robbie Brady, Milutin Osmajic og Will Keane skoruðu mörk Preston í leiknum í dag. Enski boltinn
Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. Leikurinn var aðeins nokkurra mínútna gamall þegar Liam Roberts, markvörður Millwall, braut gróflega á Jean-Philippe Matea, framherja Palace. Roberts var á undan Mateta í boltann en sparkaði í andlit Frakkans sem lá óvígur eftir. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Roberts fékk rautt spjald og í stað hans kom Lukas Jensen í mark Milwall. Jensen þessi lék sjö leiki með Kórdrengjum í Lengjudeildinni sumarið 2021. Mateta þurfti að fara af velli vegna meiðslanna sem hann varð fyrir eftir tæklingu Roberts. Palace náði forystunni á 33. mínútu þegar Japhet Tanganga skoraði sjálfsmark. Daniel Munoz jók muninn svo í 2-0 sjö mínútum síðar. Þegar þrettán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik minnkaði Wes Harding muninn fyrir Milwall, 2-1. Eddie Nketiah kom inn á fyrir Mateta eftir stundarfjórðung og hann gulltryggði sigur Palace þegar hann skoraði þriðja mark liðsins níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-1, Palace í vil. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Öruggt hjá Stefáni Teiti og félögum Preston er einnig komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar eftir 3-0 sigur á Burnley á Deepdale. Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn fyrir Preston. Robbie Brady, Milutin Osmajic og Will Keane skoruðu mörk Preston í leiknum í dag.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn