Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:30 Helmingur allra blaðamanna á Grænlandi vinna við fréttadeild ríkisútvarpsins. Kalaallit Nunaata Radioa Fréttastofa grænlenska ríkisútvarpsins sneri aftur til starfa síðdegis í dag eftir tæplega tveggja daga verkfall. Kosningar fara fram í Grænlandi ellefta mars næstkomandi. Helmingur allra blaðamanna landsins vinna við fréttadeild ríkisútvaprsins. Sermitsiaq greinir frá þessu en er það hinn tveggja fjölmiðla Grænlands. Sextán starfsmenn fréttadeildarinnar lögðu niður störf í gær og krefjast þess að ráðin verði bót á mikilli manneklu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá starfsmönnunum að fjórir starfsmenn sinni vinnu tólf og að það hafi víðtæk áhrif á heilbrigði starfsfólks og gæði frétta. Útvarpsfréttir á dönsku lagðar niður fram til kosninga Kosningar til grænlenska þingsins fara fram ellefta mars næstkomandi og segja starfsmennirnir að ekki verði hægt að gera kosningabaráttunni nægilega góð skil við núverandi vinnuaðstæður. Hópur starfsmanna hafi farið á fund stjórnenda ríkisútvarpsins og borið það undir þá að leggja niður útvarpsfréttir á dönsku og grænlensku fram til kosninga svo hægt verði að einbeita sér að fréttaskrifum á vefmiðlinum knr.gl og kvöldfréttum í sjónvarpi. Stjórnendur hafi ekki bænheyrt starfsfólkið en ákváðu að ekki yrðu sendar út útvarpsfréttir á dönsku fram til kosninga til að hlífa fréttamönnum við þýðingar. Þetta segir starfsfólkið munu skapa sundrungu í starfsmannahópnum og aðeins bæta við þegar mikið vinnuálag grænlenskumælandi fréttamanna. Ekki forsvaranlegt að fjalla um kosningar við aðstæðurnar „Þess vegna finnum við okkur nauðbeygð til að leggja niður störf. Við erum fullkomlega meðvituð um að verkfall þetta komi á versta hugsanlega tímapunkti. Það eru þingkosningar ellefta mars og sveitarstjórnarkosningar fyrsta apríl og sem ríkisútvarp berum við skyldu til að fjalla um það,“ segir í tilkynningu starfsfólksins. Það er ekkert sem við viljum frekar en að fjalla um kosningarnar. En það þarf að vera forsvaranlegt og það er það einfaldlega ekki á þessum tímapunkti,“ segir starfsfólkið. Fréttamennirnir sneru aftur til starfa sinna síðdegis í dag en stjórnendur hafa gefið starfsmönnunum sextán uppsagnarviðvörun þar sem vinnustöðvunin brýtur í bága við kjarasamning. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira
Sermitsiaq greinir frá þessu en er það hinn tveggja fjölmiðla Grænlands. Sextán starfsmenn fréttadeildarinnar lögðu niður störf í gær og krefjast þess að ráðin verði bót á mikilli manneklu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá starfsmönnunum að fjórir starfsmenn sinni vinnu tólf og að það hafi víðtæk áhrif á heilbrigði starfsfólks og gæði frétta. Útvarpsfréttir á dönsku lagðar niður fram til kosninga Kosningar til grænlenska þingsins fara fram ellefta mars næstkomandi og segja starfsmennirnir að ekki verði hægt að gera kosningabaráttunni nægilega góð skil við núverandi vinnuaðstæður. Hópur starfsmanna hafi farið á fund stjórnenda ríkisútvarpsins og borið það undir þá að leggja niður útvarpsfréttir á dönsku og grænlensku fram til kosninga svo hægt verði að einbeita sér að fréttaskrifum á vefmiðlinum knr.gl og kvöldfréttum í sjónvarpi. Stjórnendur hafi ekki bænheyrt starfsfólkið en ákváðu að ekki yrðu sendar út útvarpsfréttir á dönsku fram til kosninga til að hlífa fréttamönnum við þýðingar. Þetta segir starfsfólkið munu skapa sundrungu í starfsmannahópnum og aðeins bæta við þegar mikið vinnuálag grænlenskumælandi fréttamanna. Ekki forsvaranlegt að fjalla um kosningar við aðstæðurnar „Þess vegna finnum við okkur nauðbeygð til að leggja niður störf. Við erum fullkomlega meðvituð um að verkfall þetta komi á versta hugsanlega tímapunkti. Það eru þingkosningar ellefta mars og sveitarstjórnarkosningar fyrsta apríl og sem ríkisútvarp berum við skyldu til að fjalla um það,“ segir í tilkynningu starfsfólksins. Það er ekkert sem við viljum frekar en að fjalla um kosningarnar. En það þarf að vera forsvaranlegt og það er það einfaldlega ekki á þessum tímapunkti,“ segir starfsfólkið. Fréttamennirnir sneru aftur til starfa sinna síðdegis í dag en stjórnendur hafa gefið starfsmönnunum sextán uppsagnarviðvörun þar sem vinnustöðvunin brýtur í bága við kjarasamning.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira