Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:21 Á sama tíma og Trump hefur skorið upp herör gegn hælisleitendum vill hann selja 10 milljón búseturétti, sem geta svo leitt til ríkisborgararéttar, á fimm milljónir dala per haus. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur greint frá fyrirætlunum um að taka upp „gullkort“ áþekkt hinu svokallaða „græna korti“, nema það verður selt auðjöfrum fyrir fimm milljónir dala. „Þeir verða auðugir og menn sem gengur vel og þeir munu eyða miklum peningum og greiða mikla skatta og ráða mikið af fólki í vinnu og við teljum að þetta muni heppnast afar vel,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í gær. Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði að „Trump Gold Card“, eins og hann kallaði það, myndi á næstu tveimur vikum koma í stað svokallaðrar EB-5 áritunar, sem hefur verið veitt fjárfestum sem fjárfesta að minnsta kosti milljón dala í fyrirtæki sem telur að minnsta kosti tíu starfsmenn. Lutnick sagði „svik og vitleysu“ hafa einkennt EB-5 áritanirnar, sem myndu heyra sögunni til með gullkortinu. Gullkortið mun, eins og græna kortið, veita mönnum búseturétt í Bandaríkjunum og greiða leið þeirra að ríkisborgararétti. Fjöldi ríkja í heiminum veitir fjárfestum sérstakar vegabréfsáritanir og/eða búseturétt. Takmörk hafa verið á því hversu margar Eb-5 áritanir hafa verið gefnar út en ekkert hefur verið rætt um slíkt í sambandi við gullkortið nýja. Trump gerði því reyndar skóna í gær að stjórnvöld gætu „selt“ tíu milljónir gullkorta til að greiða niður skuldir ríkisins. „Kannski verður þetta frábært,“ sagði hann. Gullkortið yrði að mörgu leyti eins og græna kortið en „fágaðra“. Það væri leið fyrir auðugt eða hæfileikaríkt fólk til að koma til landsins, það er að segja að fyrirtæki gætu greitt fyrir búseturétt fyrir „verðmæta“ starfsmenn sem þau vildu flytja til Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
„Þeir verða auðugir og menn sem gengur vel og þeir munu eyða miklum peningum og greiða mikla skatta og ráða mikið af fólki í vinnu og við teljum að þetta muni heppnast afar vel,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í gær. Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði að „Trump Gold Card“, eins og hann kallaði það, myndi á næstu tveimur vikum koma í stað svokallaðrar EB-5 áritunar, sem hefur verið veitt fjárfestum sem fjárfesta að minnsta kosti milljón dala í fyrirtæki sem telur að minnsta kosti tíu starfsmenn. Lutnick sagði „svik og vitleysu“ hafa einkennt EB-5 áritanirnar, sem myndu heyra sögunni til með gullkortinu. Gullkortið mun, eins og græna kortið, veita mönnum búseturétt í Bandaríkjunum og greiða leið þeirra að ríkisborgararétti. Fjöldi ríkja í heiminum veitir fjárfestum sérstakar vegabréfsáritanir og/eða búseturétt. Takmörk hafa verið á því hversu margar Eb-5 áritanir hafa verið gefnar út en ekkert hefur verið rætt um slíkt í sambandi við gullkortið nýja. Trump gerði því reyndar skóna í gær að stjórnvöld gætu „selt“ tíu milljónir gullkorta til að greiða niður skuldir ríkisins. „Kannski verður þetta frábært,“ sagði hann. Gullkortið yrði að mörgu leyti eins og græna kortið en „fágaðra“. Það væri leið fyrir auðugt eða hæfileikaríkt fólk til að koma til landsins, það er að segja að fyrirtæki gætu greitt fyrir búseturétt fyrir „verðmæta“ starfsmenn sem þau vildu flytja til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira