Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2025 22:05 Joel Piroe gulltryggði sigurinn með glæsilegu marki í uppbótartíma. Danny Lawson/PA Images via Getty Images Leeds vann enn einn endurkomusigurinn, í þetta sinn í toppslag á útivelli gegn Sheffield United. Lokatölur 1-3 fyrir Leeds eftir að liðið lenti undir snemma. Leeds er nú með fimm stiga forskot í efsta sæti Championship deildarinnar á Englandi. Markmaður Leeds, Illan Meslier, varð fyrir því ólani að slá boltann í eigið net á fjórtándu mínútu eftir skalla í stöngina frá Tyrese Campbell. Atvikið var mjög klaufalegt en boltinn endaði í netinu og Sheffield United komst yfir.George Wood/Getty Images Sheffield hélt forystunni þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Junior Firpo stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Dan James og jafnaði leikinn. Með jafna stöðu opnaðist leikurinn upp á gátt og lokamínúturnar urðu æsispennandi. Leeds var þó líklegri aðilinn og átti stórkostlegt skot á 89. mínútu sem markmaður Sheffield varði á einhvern ótrúlegan hátt. En upp úr því kom hornspyrna sem var skorað úr, Ao Tanaka lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið þegar hann barst. Gestirnir voru ekki hættir og gulltryggðu sigurinn örskömmu síðar. Joel Piroe negldi boltanum í netið úr skoti rétt fyrir utan teig. Joel Piroe átti snilldarskot í síðasta markinu.George Wood/Getty Images Leeds vann því enn einn endurkomusigurinn eftir að hafa lent undir og situr áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með fimm stiga forystu og sextán leiki spilaða í röð án taps. Sheffield United er í öðru sæti með 70 stig og Burnley í þriðja sæti með 68 stig, þegar 34 af 46 leikjum hafa verið spilaðir. Þjálfarinn sat uppi í stúku Leeds söknuðu þjálfara síns, Daniel Farke, af hliðarlínunni í kvöld. Hann fékk tvö gul spjöld í síðasta leik, það seinna fyrir að fagna sigurmarki í uppbótartíma, og var því í banni í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn á sautján ára þjálfaraferli sem hann þarf að horfa á leik síns liðs úr stúkunni. "17 years in management and I've never missed a game!"Leeds boss Daniel Farke on watching his side's meeting with Sheffield United from the stands 🟥 pic.twitter.com/7Q6MSS9kcQ— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 24, 2025 Enski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Markmaður Leeds, Illan Meslier, varð fyrir því ólani að slá boltann í eigið net á fjórtándu mínútu eftir skalla í stöngina frá Tyrese Campbell. Atvikið var mjög klaufalegt en boltinn endaði í netinu og Sheffield United komst yfir.George Wood/Getty Images Sheffield hélt forystunni þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Junior Firpo stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Dan James og jafnaði leikinn. Með jafna stöðu opnaðist leikurinn upp á gátt og lokamínúturnar urðu æsispennandi. Leeds var þó líklegri aðilinn og átti stórkostlegt skot á 89. mínútu sem markmaður Sheffield varði á einhvern ótrúlegan hátt. En upp úr því kom hornspyrna sem var skorað úr, Ao Tanaka lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið þegar hann barst. Gestirnir voru ekki hættir og gulltryggðu sigurinn örskömmu síðar. Joel Piroe negldi boltanum í netið úr skoti rétt fyrir utan teig. Joel Piroe átti snilldarskot í síðasta markinu.George Wood/Getty Images Leeds vann því enn einn endurkomusigurinn eftir að hafa lent undir og situr áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með fimm stiga forystu og sextán leiki spilaða í röð án taps. Sheffield United er í öðru sæti með 70 stig og Burnley í þriðja sæti með 68 stig, þegar 34 af 46 leikjum hafa verið spilaðir. Þjálfarinn sat uppi í stúku Leeds söknuðu þjálfara síns, Daniel Farke, af hliðarlínunni í kvöld. Hann fékk tvö gul spjöld í síðasta leik, það seinna fyrir að fagna sigurmarki í uppbótartíma, og var því í banni í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn á sautján ára þjálfaraferli sem hann þarf að horfa á leik síns liðs úr stúkunni. "17 years in management and I've never missed a game!"Leeds boss Daniel Farke on watching his side's meeting with Sheffield United from the stands 🟥 pic.twitter.com/7Q6MSS9kcQ— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 24, 2025
Enski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira