Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2025 22:35 Ísraelskir skriðdrekar á leið inn á Vesturbakkann. Ísraelar ætla að halda herliði sínu á Gasa að minnsta kosti út árið. AP Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. Palestínsk yfirvöld hafa lýst aðgerðum Ísraela sem „hættulegri stigmögnun“ á ástandinu. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði að kvíarnar verði færðar út á Vesturbakkanum til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi í öllum flóttamannabúðum á svæðinu. „Við munum ekki leyfa íbúum að snúa aftur og við munum ekki leyfa hryðjuverkastarfsemi að snúa aftur og vaxa,“ sagði Katz einnig í yfirlýsingu. Ætlar að halda 620 Palestínubúum áfram í haldi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tilkynnti snemma í morgun að 620 palestínskum föngum verði ekki sleppt úr haldi, eins og lofað var, fyrr en Hamas lætur fleiri ísraelska gísla lausa. „Í sextán ár höfum við beðið eftir þessu og vonað að syni okkar yrði sleppt eins og hinum föngunum og fjölskyldum þeirra. Við vonum enn að það gerist fljótlega. Þjáningarnar í dag eru framhald þjáninganna sem við höfum þolað þau ár sem hann hefur verið í fangelsi,“ sagði Adeeb al-Saifi, faðir fangans Ahmad al-Saifi sem er í haldi Ísraela. Palestínsk kona vonaðist eftir því að endurheimta fjóra fjölskyldumeðlimi úr haldi Ísraela. „Ég bíð eftir fjórum föngum, þremur sonum mínum og manninum mínum. Nafn mannsins míns var á listanum. Ég kom hingað í gær til að bíða eftir lausn þeirra,“ sagði Khitam Abu Qamar um fjölskyldumeðlimi sína. „Við vorum glöð þrátt fyrir kuldann og alla erfiðleikana á leiðinni hingað. Þeim hefur ekki enn verið sleppt. Það varð afturkippur í samkomulaginu og þeim hefur ekki verið sleppt,“ sagði hún einnig. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Palestínsk yfirvöld hafa lýst aðgerðum Ísraela sem „hættulegri stigmögnun“ á ástandinu. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði að kvíarnar verði færðar út á Vesturbakkanum til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi í öllum flóttamannabúðum á svæðinu. „Við munum ekki leyfa íbúum að snúa aftur og við munum ekki leyfa hryðjuverkastarfsemi að snúa aftur og vaxa,“ sagði Katz einnig í yfirlýsingu. Ætlar að halda 620 Palestínubúum áfram í haldi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tilkynnti snemma í morgun að 620 palestínskum föngum verði ekki sleppt úr haldi, eins og lofað var, fyrr en Hamas lætur fleiri ísraelska gísla lausa. „Í sextán ár höfum við beðið eftir þessu og vonað að syni okkar yrði sleppt eins og hinum föngunum og fjölskyldum þeirra. Við vonum enn að það gerist fljótlega. Þjáningarnar í dag eru framhald þjáninganna sem við höfum þolað þau ár sem hann hefur verið í fangelsi,“ sagði Adeeb al-Saifi, faðir fangans Ahmad al-Saifi sem er í haldi Ísraela. Palestínsk kona vonaðist eftir því að endurheimta fjóra fjölskyldumeðlimi úr haldi Ísraela. „Ég bíð eftir fjórum föngum, þremur sonum mínum og manninum mínum. Nafn mannsins míns var á listanum. Ég kom hingað í gær til að bíða eftir lausn þeirra,“ sagði Khitam Abu Qamar um fjölskyldumeðlimi sína. „Við vorum glöð þrátt fyrir kuldann og alla erfiðleikana á leiðinni hingað. Þeim hefur ekki enn verið sleppt. Það varð afturkippur í samkomulaginu og þeim hefur ekki verið sleppt,“ sagði hún einnig.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31