Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 17:18 Dejan Kulusevski. Heung-min Son og Lucas Bergvall fagna hér Brennan Johnson sem skoraði tvö mörk fyrir Spurs í dag. Vísir/Getty Tottenham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann öruggan sigur á Ipswich á útivelli. Þá unnu Úlfarnir góðan útsigur gegn Bournemouth. Tottenham var í heimsókn hjá Ipswich en lið Spurs vann sigur á Manchester United í síðasta deildarleik eftir erfitt gengi síðustu vikurnar. Lið Spurs virðist hins vegar vera að ná vopnum sínum því sigurinn gegn Ipswich í dag var öruggur. Brennan Johnson var mættur aftur og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Hann kom Tottenham í forystu á 19. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Omari Hutchinson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 36. mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins gerði Spurs út um leikinn með mörkum frá Djed Spence og Dejan Kulusevski. 4-1 sigur staðreynd og Tottenham í 12. sæti en Ipswich áfram í vondum málum í botnbaráttunni. Ekkert nema útisigrar Þar er líka lið Wolves en aðeins tveimur stigum munaði á Wolves og Ipswich fyrir leiki dagsins. Úlfarnir nýttu sér hins vegar tap Ipswich mjög vel. Matheus Cunha skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu en fimm mínútum áður hafði Illia Zabarnyi fengið rautt spjald í liði Bournemouth. Úlfarnir héldu út og eru nú fimm stigum frá fallsæti en átta stig eru upp í lið West Ham í 16. sætinu. Matheus Cunha hefur verið sjóðandi heitur hjá Úlfunum á tímabilinu.Vísir/Getty Fulham og Crystal Palace mættust í Lundúnaslag á Craven Cottage. Þar voru það gestirnir í Crystal Palace sem höfðu betur. Þeir komust í 1-0 á 37. mínútu eftir sjálfsmark Joachim Andersen gegn sínum gömlufélgöum og í síðari hálfleiknum skoraði Daniel Munoz annað mark Palace og innsiglaði sigurinn. Southampton og Brighton mættust í slagnum um Suður-England og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Joao Pedro kom Brighton í 1-0 á 23. mínútu og Georginio Rutter tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik. Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood bættu tveimur mörkum við eftir það og tryggðu Brighton öruggan 4-0 sigur. Kaoru Mitoma skorar hér eitt marka Brighton gekk fallkandídötum Southampton.Vísir/Getty Brighton er í 8. sæti eftir sigurinn en lið Southampton eitt og yfirgefið á botni deildarinnar. Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Tottenham var í heimsókn hjá Ipswich en lið Spurs vann sigur á Manchester United í síðasta deildarleik eftir erfitt gengi síðustu vikurnar. Lið Spurs virðist hins vegar vera að ná vopnum sínum því sigurinn gegn Ipswich í dag var öruggur. Brennan Johnson var mættur aftur og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Hann kom Tottenham í forystu á 19. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Omari Hutchinson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 36. mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins gerði Spurs út um leikinn með mörkum frá Djed Spence og Dejan Kulusevski. 4-1 sigur staðreynd og Tottenham í 12. sæti en Ipswich áfram í vondum málum í botnbaráttunni. Ekkert nema útisigrar Þar er líka lið Wolves en aðeins tveimur stigum munaði á Wolves og Ipswich fyrir leiki dagsins. Úlfarnir nýttu sér hins vegar tap Ipswich mjög vel. Matheus Cunha skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu en fimm mínútum áður hafði Illia Zabarnyi fengið rautt spjald í liði Bournemouth. Úlfarnir héldu út og eru nú fimm stigum frá fallsæti en átta stig eru upp í lið West Ham í 16. sætinu. Matheus Cunha hefur verið sjóðandi heitur hjá Úlfunum á tímabilinu.Vísir/Getty Fulham og Crystal Palace mættust í Lundúnaslag á Craven Cottage. Þar voru það gestirnir í Crystal Palace sem höfðu betur. Þeir komust í 1-0 á 37. mínútu eftir sjálfsmark Joachim Andersen gegn sínum gömlufélgöum og í síðari hálfleiknum skoraði Daniel Munoz annað mark Palace og innsiglaði sigurinn. Southampton og Brighton mættust í slagnum um Suður-England og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Joao Pedro kom Brighton í 1-0 á 23. mínútu og Georginio Rutter tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik. Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood bættu tveimur mörkum við eftir það og tryggðu Brighton öruggan 4-0 sigur. Kaoru Mitoma skorar hér eitt marka Brighton gekk fallkandídötum Southampton.Vísir/Getty Brighton er í 8. sæti eftir sigurinn en lið Southampton eitt og yfirgefið á botni deildarinnar.
Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira