Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 11:26 Margir nefndu kaffi og hlynsýróp meðal þeirra vara sem þeir sögðust ætla að magnkaupa. Getty Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. Eftir að einn af ritstjórum matarvefs New York Times greindi frá því að ættingi hefði keypt fjórar flöskur af koníaki áður en þær hækkuðu í verði, ákvað ritstjórnin að leita til lesenda og spyrja þá að því hvort þeir væru farnir að safna birgðum. Um 250 lesendur svöruðu og efst á listanum voru kaffi, hlynsíróp og ólífuolía. „Daginn eftir að Kólumbíu var hótað með tollum fór ég í Costco og keypti 16 pund af kaffi. Ég kalla þetta varabirgðirnar mínar. Mér finnst gott að horfa á þær. Þá upplifi ég öryggi,“ sagði Mary Corbett í San Diego. Sextán pund jafngilda rúmum sjö kílóum. „Hlynsíróp. Lífið hefur engan tilgang án hlynsíróps,“ sagði Geoffrey Wren í Portland en yfir 30 svarendur sögðust ætla að birgja sig upp af hlynsírópi ef af yrði að tollar yrðu hækkaðir á vörur frá Kanada. Denise Adams í East Northport í New York var meðal þeirra sem sagðist hafa gert magninnkaup á ólífuolíu. Verð á olíunni hefur þegar hækkað umtalsvert síðustu ár en hamstur á henni er þeim vandkvæðum háð að þegar flaskan hefur verið opnuð dregur úr gæðum olíunnar eftir nokkrar vikur. Meðal annars sem fólk sagðist hafa í hyggju að birgja sig upp af voru avókadó, niðursoðnar og þurrkaðar baunir og önnur búrvara. Hér má finna umfjöllun New York Times. Bandaríkin Skattar og tollar Matur Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Eftir að einn af ritstjórum matarvefs New York Times greindi frá því að ættingi hefði keypt fjórar flöskur af koníaki áður en þær hækkuðu í verði, ákvað ritstjórnin að leita til lesenda og spyrja þá að því hvort þeir væru farnir að safna birgðum. Um 250 lesendur svöruðu og efst á listanum voru kaffi, hlynsíróp og ólífuolía. „Daginn eftir að Kólumbíu var hótað með tollum fór ég í Costco og keypti 16 pund af kaffi. Ég kalla þetta varabirgðirnar mínar. Mér finnst gott að horfa á þær. Þá upplifi ég öryggi,“ sagði Mary Corbett í San Diego. Sextán pund jafngilda rúmum sjö kílóum. „Hlynsíróp. Lífið hefur engan tilgang án hlynsíróps,“ sagði Geoffrey Wren í Portland en yfir 30 svarendur sögðust ætla að birgja sig upp af hlynsírópi ef af yrði að tollar yrðu hækkaðir á vörur frá Kanada. Denise Adams í East Northport í New York var meðal þeirra sem sagðist hafa gert magninnkaup á ólífuolíu. Verð á olíunni hefur þegar hækkað umtalsvert síðustu ár en hamstur á henni er þeim vandkvæðum háð að þegar flaskan hefur verið opnuð dregur úr gæðum olíunnar eftir nokkrar vikur. Meðal annars sem fólk sagðist hafa í hyggju að birgja sig upp af voru avókadó, niðursoðnar og þurrkaðar baunir og önnur búrvara. Hér má finna umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Skattar og tollar Matur Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira