Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga. Erlent 22.9.2025 10:30
Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Veitingastaðurinn Sumac blæs til líbanskrar veislu föstudaginn og laugardaginn 26.-27. september en þá mæta tveir gestakokkar í hús, þær Joyce og Gab sem báðar eru frá Líbanon. Lífið samstarf 22.9.2025 09:02
Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Þegar dagurinn er á enda getur verið erfitt að finna út hvað eigi að hafa í matinn, ekki síst þegar tíminn er naumur og krakkarnir orðnir svangir eftir langan dag. Hér eru fjórar uppskriftir sem eru bæði fljótlegar, ljúffengar og barnvænar, allar tilbúnar á innan við 20 mínútum. Lífið 22.9.2025 08:34
Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum Læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson er með stóran heimasmíðaðan pizza kofa í garðinum. Lífið 12. september 2025 11:01
Litrík og ljúffeng búddaskál Það jafnast fátt á við næringaríkar og bragðgóðar máltíðir sem gleðja bæði augað og bragðlaukana. Hér er á ferðinni uppskrift að Tempeh búddaskál sem samanstandur af fjölbreyttu grænmeti, próteini, korni og ljúffengri sósu. Lífið 10. september 2025 15:01
Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna „Í hvert skipti sem ég er að vinna að þessu þá fæ ég hlýtt í hjartað, því í gegnum þetta náði ég að finna ljósið mitt aftur,“ segir lífskúnstnerinn Edda Mjöll Karlsdóttir sem rekur veitingaþjónustuna Eddu-veislu. Eftir erfiða tíma fór þetta ástríðuverkefni Eddu óvænt á flug en blaðamaður ræddi við hana um ævintýrið. Lífið 10. september 2025 07:01
Heitustu trendin í haust Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda. Lífið 9. september 2025 07:01
Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir deildi einfaldri og próteinríkri uppskrift að avokadó-salati á Instagram-síðu sinni. Salatið fullkomið sem álegg eða til að borða eitt og sér. Matur 8. september 2025 17:01
Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa „Um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr,“ segir hin nýgifta Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, náttúru- og umhverfisfræðingur, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Matthías Karl Guðmundsson vélfræðing í ágúst síðastliðnum, að heiðnum sið. Freyja ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. Lífið 8. september 2025 09:57
Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020. Innlent 4. september 2025 16:29
Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Thai kjúklinga salatvefjur með kókósnúðlum og fersku grænmeti eru einn af vinsælustu réttum hins margrómaða veitingastaðar Cheesecake Factory í Bandaríkjunum. Staðurinn er þekktur fyrir fjölbreyttan matseðil og ríkulega skammta. Lífið 3. september 2025 18:02
Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Veitingastaðurinn LaBarceloneta í Templarasundi hefur verið viðurkenndur af spænskum stjórnvöldum. Hér upplifa gestir því sannarlega ekta spænska matarmenningu en LaBarceloneta sérhæfir sig í hinni hefðbundnu Paellu og tapasréttum meðal annars. Lífið samstarf 2. september 2025 09:03
Dúndurgóður hverdsdagsréttur Ný vika kallar á ferskar hugmyndir að hversdagslegum réttum fyrir alla fjölskylduna. Hér er á ferðinni orzo-kjúklingaréttur með aspas, parmesan og sítrónu, úr smiðju matgæðingsins Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og Gersemar. Hún segir réttinn vera bæði ljúffengan og skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundnum hrísgrjónum eða öðru pasta. Lífið 1. september 2025 15:00
Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál KFC kynnir nýjan kjúklingaborgara sem byggir á uppskrift Pattýar, Jónu Steinunnar Patriciu Conway, eiginkonu Helga í Góu sem lést árið 2011. Borgarinn verður aðeins til sölu á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. Lífið 1. september 2025 11:24
Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Það er alltaf gaman að smakka nýjar pizzur. Rakel María Hjaltadóttir, markaðsstjóri, hlaupari og förðunarfræðingur, deildi nýverið uppskrift að indverskri pizzu með kjúklingi og jógúrtsósu sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Lífið 29. ágúst 2025 16:00
Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt „Það verður allt á helmingsafslætti hjá okkur í dag og alla helgina,“ segir Karel Ólafsson en hann opnar Preppbarinn á Hafnargötu 90 í Keflavík í dag ásamt Birgi Halldórssyni. Lífið samstarf 29. ágúst 2025 11:01
Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Á hverju ári er birtur listi yfir 50 bestu veitingastaði heims. Listinn fyrir árið 2025 var kynntur fyrr í sumar í Tórínó á Ítalíu, þar sem veitingastaðurinn Maido í Perú bar sigur úr býtum. Á listanum í ár eru sex skandinavískir staðir meðal efstu 100, þar af fjórir í Kaupmannahöfn. Lífið 28. ágúst 2025 13:21
Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Elísabet Metta Svan, eigandi Maikai, segist hafa fundið uppskrift að hinum fullkomna kókos-chia graut. Hún útbýr graut fyrir heila viku í einu og útkoman er afar ljúffeng. Lífið 27. ágúst 2025 18:01
Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Jana Steingríms, heilsukokkur og jógakennari, deilir hér einfaldri uppskrift af ljúffengum hafra- og bananaklöttum sem er tilvalinn kostur í nestisboxið hjá krökkunum eða sem sætur biti með kaffinu. Lífið 25. ágúst 2025 18:01
Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Athafnakonan og ofurskvísan Lína Birgitta Sigurðardóttir segist borða það sama í morgunmat alla daga, óháð því hvar hún er stödd í heiminum. Lífið 21. ágúst 2025 09:54
Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) býður árlega til sérviðburðar þar sem hátíðin fær veitingastaði bæjarins í samstarf. Úr verður bíóveisla fyrir bæði augun og bragðlaukana en í ár verður boðið upp á sjónræna matarveislu og smakkbíó. Bíó og sjónvarp 21. ágúst 2025 08:42
„Pylsa“ sækir í sig veðrið Tæplega sextíu prósent þjóðarinnar segjast segja „pylsa“ frekar en „pulsa“ þegar talað er um þjóðarrétt okkar Íslendinga. Það er talsverð aukning síðan málið var kannað fyrir sjö árum. Lífið 20. ágúst 2025 14:54
Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Þó svo að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri og því kjörið að kveikja á grillinu og bjóða góðum gestum í mat. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deildi uppskrift að ljúffengum ítalskum steikarsamlokum sem gætu auðveldlega ratað á matseðil ítalsks veitingahúss. Lífið 20. ágúst 2025 14:01
Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, virðist vera algjör snilldar kokkur og margir segja að hún búi til besta pestó og pastasósur í heimi. Þetta kom fram í spjalli hennar við Völu Matt í Íslandi í dag í síðustu viku. Lífið 18. ágúst 2025 09:03