Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 14:05 Donald Trump hefur á undanförnum dögum dreift áróðri um Úkraínu sem rekja má til Rússlands. AP/Rebecca Blackwell Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. Leiðtogar G7 hafa notað þetta orðalag í öllum sínum yfirlýsingum frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022. Þetta hafa blaðamenn Financial Times eftir heimildarmönnum sínum og segja þeir einnig að ekki sé ljóst hvort Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ávarpa fundinn á mánudaginn eins og til stóð. Reuters segir svipaða sögu af drögum af yfirlýsingu sem leggja á fyrir allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafi neitað að leggja blessun þeirra á stuðningsyfirlýsingu við Úkraínu, landamæri ríkisins og fullveldi þar sem innrás Rússa er fordæmd. Undanfarin ár hefur sambærileg tillaga verið lögð fram með stuðningi yfirvalda í bandaríkjunum en heimildarmaður Reuters segir að rúmlega fimmtíu ríki hafi þegar lýst yfir stuðningi við hana að þessu sinni. Reiddist Selenskí Trump virðist hafa orðið reiður út í Selenskí þegar sá síðarnefndi biðlaði til Bandaríkjamanna í gærmorgun að hætta að dreifa áróðri frá Rússlandi um Úkraínu og innrás Rússa í Úkraínu. Bað hann Trump-liða um að virða sannleikann, samhliða því sem hann sagðist bera mikla virðingu fyrir Trump og Bandaríkjunum. Selenskí nefndi einnig að ummæli Trumps um magn hernaðaraðstoðar Bandaríkjamanna handa Úkraínumönnum væru ekki rétt. Forsetinn bandaríski birti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði Selenskí meðal annars einræðisherra og dreifði öðrum lygum um stríðið í Úkraínu, sem margar eiga rætur í Rússlandi. Ítrekaði hann orð sín svo aftur í gærkvöldi á ráðstefnu í Flórída. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, gagnrýndi Selenskí í viðtali við Fox News í dag og sagði ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir ástandinu í Úkraínu. Óásættanlegt væri að talað væri illa um Bandaríkin. Hann sagði Selenskí að draga úr árásum á Trump og skrifa undir umdeilt samkomulag sem Bandaríkjamenn lögðu á borð hans á dögunum. Það samkomulag felur í sér að veita Bandaríkjunum eignarrétt á stórum hluta náttúruauðlinda Úkraínu, án nokkurra öryggistrygginga. Selenskí hefur neitað að skrifa undir samkomulagið. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma „Skrifaðu undir samkomulagið,“ sagði Waltz. Segja ummæli Trumps hættuleg Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í samtali við E24 í dag að Trump væri að enduróma áróður frá Rússlandi. Eide er staddur á fundi G20 ríkjanna í Suður-Afríku og segir ástandið í heimsmálum vera til umræðu þar. Ummæli og aðgerðir Trumps og Úkraínu stríðið væri mönnum efst í huga. Hann sagði ummæli Trumps um Selenskí vera „mjög ósanngjörn“ og „hreinlega röng“. Þau væru mjög alvarleg og hættuleg. „Forseti Bandaríkjanna er að enduróma þekktan áróður frá Rússlandi. Þetta er mjög hættulegt.“ Michael Roth, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins, segir að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna hafi tekið stakkaskiptum á undanförnum dögum. Hann sagði Trump enduróma áróður frá Rússum. Þessum áróðri hafi verið dreift um árabil en Roth sagðist aldrei hafa talið mögulegt að honum yrði einhvern tímann básúnað úr Hvíta húsinu. Þetta sagði Roth í sjónvarpsviðtali í morgun en hann sagði einnig að Evrópa stæði einsömul. Trump hefði tekið sér afstöðu með einræðisherrum og afleiðingarnar yrðu sársaukafullar. Hann sagði einnig erfitt að ímynda sér að Þýskaland myndi ekki koma að því að mögulega senda friðargæsluliða til Úkraínu í framtíðinni. Þrátt fyrir það yrði erfitt að tryggja frið í Úkraínu til langs tíma án Bandaríkjanna og því yrði að semja við Trump. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Noregur Þýskaland Tengdar fréttir Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. 20. febrúar 2025 08:11 Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19. febrúar 2025 23:37 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Leiðtogar G7 hafa notað þetta orðalag í öllum sínum yfirlýsingum frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022. Þetta hafa blaðamenn Financial Times eftir heimildarmönnum sínum og segja þeir einnig að ekki sé ljóst hvort Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ávarpa fundinn á mánudaginn eins og til stóð. Reuters segir svipaða sögu af drögum af yfirlýsingu sem leggja á fyrir allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafi neitað að leggja blessun þeirra á stuðningsyfirlýsingu við Úkraínu, landamæri ríkisins og fullveldi þar sem innrás Rússa er fordæmd. Undanfarin ár hefur sambærileg tillaga verið lögð fram með stuðningi yfirvalda í bandaríkjunum en heimildarmaður Reuters segir að rúmlega fimmtíu ríki hafi þegar lýst yfir stuðningi við hana að þessu sinni. Reiddist Selenskí Trump virðist hafa orðið reiður út í Selenskí þegar sá síðarnefndi biðlaði til Bandaríkjamanna í gærmorgun að hætta að dreifa áróðri frá Rússlandi um Úkraínu og innrás Rússa í Úkraínu. Bað hann Trump-liða um að virða sannleikann, samhliða því sem hann sagðist bera mikla virðingu fyrir Trump og Bandaríkjunum. Selenskí nefndi einnig að ummæli Trumps um magn hernaðaraðstoðar Bandaríkjamanna handa Úkraínumönnum væru ekki rétt. Forsetinn bandaríski birti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði Selenskí meðal annars einræðisherra og dreifði öðrum lygum um stríðið í Úkraínu, sem margar eiga rætur í Rússlandi. Ítrekaði hann orð sín svo aftur í gærkvöldi á ráðstefnu í Flórída. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, gagnrýndi Selenskí í viðtali við Fox News í dag og sagði ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir ástandinu í Úkraínu. Óásættanlegt væri að talað væri illa um Bandaríkin. Hann sagði Selenskí að draga úr árásum á Trump og skrifa undir umdeilt samkomulag sem Bandaríkjamenn lögðu á borð hans á dögunum. Það samkomulag felur í sér að veita Bandaríkjunum eignarrétt á stórum hluta náttúruauðlinda Úkraínu, án nokkurra öryggistrygginga. Selenskí hefur neitað að skrifa undir samkomulagið. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma „Skrifaðu undir samkomulagið,“ sagði Waltz. Segja ummæli Trumps hættuleg Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í samtali við E24 í dag að Trump væri að enduróma áróður frá Rússlandi. Eide er staddur á fundi G20 ríkjanna í Suður-Afríku og segir ástandið í heimsmálum vera til umræðu þar. Ummæli og aðgerðir Trumps og Úkraínu stríðið væri mönnum efst í huga. Hann sagði ummæli Trumps um Selenskí vera „mjög ósanngjörn“ og „hreinlega röng“. Þau væru mjög alvarleg og hættuleg. „Forseti Bandaríkjanna er að enduróma þekktan áróður frá Rússlandi. Þetta er mjög hættulegt.“ Michael Roth, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins, segir að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna hafi tekið stakkaskiptum á undanförnum dögum. Hann sagði Trump enduróma áróður frá Rússum. Þessum áróðri hafi verið dreift um árabil en Roth sagðist aldrei hafa talið mögulegt að honum yrði einhvern tímann básúnað úr Hvíta húsinu. Þetta sagði Roth í sjónvarpsviðtali í morgun en hann sagði einnig að Evrópa stæði einsömul. Trump hefði tekið sér afstöðu með einræðisherrum og afleiðingarnar yrðu sársaukafullar. Hann sagði einnig erfitt að ímynda sér að Þýskaland myndi ekki koma að því að mögulega senda friðargæsluliða til Úkraínu í framtíðinni. Þrátt fyrir það yrði erfitt að tryggja frið í Úkraínu til langs tíma án Bandaríkjanna og því yrði að semja við Trump.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Noregur Þýskaland Tengdar fréttir Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. 20. febrúar 2025 08:11 Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19. febrúar 2025 23:37 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. 20. febrúar 2025 08:11
Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03
Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19. febrúar 2025 23:37
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17