Ummæli Trumps lofi ekki góðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 23:17 Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. „Mér finnst í rauninni ágætt í sjálfu sér að rússnesk og bandarísk stjórnvöld hittist til þess að ræða þessi mál. Sé það fyrsta skref að vopnahléi og friðarsamkomulagi en að sjálfsögðu getur ekki orðið friðarsamkomulag eða vopnahlé án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuríkja sem styðja við bakið Úkraínumönnum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í Reykjavík síðdegis í dag. Ummæli Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, lofi hins vegar ekki góðu. „Svo fer hann ekki með rétt mál um tilurð Úkraínustríðsins.“ Trump gaf í skyn í gærkvöldi að það væri Úkraínu að kenna að Rússar hefðu ráðist inn í landið. Þeir hefði getað samið um frið fyrir löngu. Sjá einnig: Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála „Það eru rússnesk stjórnvöld sem hófu þetta stríð árið 2014 með því að taka yfir héruð í landinu og hafa síðan haldið því áfram með innrás,“ segir Baldur. Baldur óttast að friðarviðræðurnar gætu farið illa. Á síðasta kjörtímabili Trump stóð hann í friðarviðræðum við Talíbana í Afganistan sem fóru ekki eins og áætlað var. „Það var Trump stjórnin sem lagði mikið kapp á að semja við Talbíanana í Afganistan og áður en kom að lokasamkomulagi við Talbíana í Afganistan þá lýsti Trump því yfir að hann myndi draga herafla Bandaríkjanna frá Afganistan. Eftir það var engin ástæða fyrir Talíbana að semja.“ Að sama skapi hafi Trump þegar lýst því yfir að Rússar ættu að fá að halda því landi sem þeir hefðu náð í Úkraínu ásamt því að Úkraína mætti ekki ganga í Atlantshafsbandalagið. Evrópuríki hugi að friðargæslusveitum Það jákvæða sem hefur komið upp vegna þessara vendinga, að sögn Baldurs, er að Evrópuríki séu ítrekað að verja meiri pening í varnarmál til stuðnings Úkraínu. Ásamt því séu mörg ríki nú þegar farin að huga að því eða undirbúa að senda friðargæslusveitir til Úkraínu ef að vopnahlé fari í gildi í landinu. Að mati Baldurs ætli löndin einungis að senda mannaflann ef að Bandaríkin geri hið sama. „Það sem gæti komið úr öllu þessu fjaðrafoki að ákveðin ríki í Evrópu, sem og Bandaríkin, gætu sameinast um að hafa friðargæslusveitir á átakasvæðinu eftir að vopnahléið væri komið á. Þetta væri jákvætt skref.“ „Staðan er þannig að Evrópuríki og önnur Nató ríki eiga erfitt að standa að friðargæslu án Bandaríkjanna,“ segir Baldur. Mikil samhljómur með stefnum Trumps og Pútíns Aðspurður telji Baldur helst tvær ástæður af hverju Trump og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, nái svo vel saman. Hann hafi velt málinu mikið fyrir sér. „Trump hefur aðdáun á svona leiðtogum sem stýra með valdinu og aflinu. Hvort sem það er leiðtogi í Norður-Kóreu eða leiðtogi Rússlands, Pútín,“ segir Baldur. „Hitt er að það er eiginlega meiri samhljómur með stefnu Trumps og Pútíns, bæði þegar kemur að innanríkis- og utanríkismálum heldur en maður vill trúa. Ég meina þeir bera takmarkaða virðingu fyrir fullveldi ríkja og frelsi þjóða, frjálsum viðskiptum. Þegar kemur að innanríkismálum eru þeir að tala fyrir þessum gamalgrónu, sem sumir segja úreltum, gildum. Sameinast um árásir á hinsegin fólk, takmörkuð réttindi kvenna, reyna afmá tilvist trans fólks í Bandaríkjunum og Rússlandi. Þarna ná þeir einfaldlega saman.“ Hlusta má á viðtalið við Baldur í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Mér finnst í rauninni ágætt í sjálfu sér að rússnesk og bandarísk stjórnvöld hittist til þess að ræða þessi mál. Sé það fyrsta skref að vopnahléi og friðarsamkomulagi en að sjálfsögðu getur ekki orðið friðarsamkomulag eða vopnahlé án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuríkja sem styðja við bakið Úkraínumönnum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í Reykjavík síðdegis í dag. Ummæli Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, lofi hins vegar ekki góðu. „Svo fer hann ekki með rétt mál um tilurð Úkraínustríðsins.“ Trump gaf í skyn í gærkvöldi að það væri Úkraínu að kenna að Rússar hefðu ráðist inn í landið. Þeir hefði getað samið um frið fyrir löngu. Sjá einnig: Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála „Það eru rússnesk stjórnvöld sem hófu þetta stríð árið 2014 með því að taka yfir héruð í landinu og hafa síðan haldið því áfram með innrás,“ segir Baldur. Baldur óttast að friðarviðræðurnar gætu farið illa. Á síðasta kjörtímabili Trump stóð hann í friðarviðræðum við Talíbana í Afganistan sem fóru ekki eins og áætlað var. „Það var Trump stjórnin sem lagði mikið kapp á að semja við Talbíanana í Afganistan og áður en kom að lokasamkomulagi við Talbíana í Afganistan þá lýsti Trump því yfir að hann myndi draga herafla Bandaríkjanna frá Afganistan. Eftir það var engin ástæða fyrir Talíbana að semja.“ Að sama skapi hafi Trump þegar lýst því yfir að Rússar ættu að fá að halda því landi sem þeir hefðu náð í Úkraínu ásamt því að Úkraína mætti ekki ganga í Atlantshafsbandalagið. Evrópuríki hugi að friðargæslusveitum Það jákvæða sem hefur komið upp vegna þessara vendinga, að sögn Baldurs, er að Evrópuríki séu ítrekað að verja meiri pening í varnarmál til stuðnings Úkraínu. Ásamt því séu mörg ríki nú þegar farin að huga að því eða undirbúa að senda friðargæslusveitir til Úkraínu ef að vopnahlé fari í gildi í landinu. Að mati Baldurs ætli löndin einungis að senda mannaflann ef að Bandaríkin geri hið sama. „Það sem gæti komið úr öllu þessu fjaðrafoki að ákveðin ríki í Evrópu, sem og Bandaríkin, gætu sameinast um að hafa friðargæslusveitir á átakasvæðinu eftir að vopnahléið væri komið á. Þetta væri jákvætt skref.“ „Staðan er þannig að Evrópuríki og önnur Nató ríki eiga erfitt að standa að friðargæslu án Bandaríkjanna,“ segir Baldur. Mikil samhljómur með stefnum Trumps og Pútíns Aðspurður telji Baldur helst tvær ástæður af hverju Trump og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, nái svo vel saman. Hann hafi velt málinu mikið fyrir sér. „Trump hefur aðdáun á svona leiðtogum sem stýra með valdinu og aflinu. Hvort sem það er leiðtogi í Norður-Kóreu eða leiðtogi Rússlands, Pútín,“ segir Baldur. „Hitt er að það er eiginlega meiri samhljómur með stefnu Trumps og Pútíns, bæði þegar kemur að innanríkis- og utanríkismálum heldur en maður vill trúa. Ég meina þeir bera takmarkaða virðingu fyrir fullveldi ríkja og frelsi þjóða, frjálsum viðskiptum. Þegar kemur að innanríkismálum eru þeir að tala fyrir þessum gamalgrónu, sem sumir segja úreltum, gildum. Sameinast um árásir á hinsegin fólk, takmörkuð réttindi kvenna, reyna afmá tilvist trans fólks í Bandaríkjunum og Rússlandi. Þarna ná þeir einfaldlega saman.“ Hlusta má á viðtalið við Baldur í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira