Ummæli Trumps lofi ekki góðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 23:17 Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. „Mér finnst í rauninni ágætt í sjálfu sér að rússnesk og bandarísk stjórnvöld hittist til þess að ræða þessi mál. Sé það fyrsta skref að vopnahléi og friðarsamkomulagi en að sjálfsögðu getur ekki orðið friðarsamkomulag eða vopnahlé án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuríkja sem styðja við bakið Úkraínumönnum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í Reykjavík síðdegis í dag. Ummæli Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, lofi hins vegar ekki góðu. „Svo fer hann ekki með rétt mál um tilurð Úkraínustríðsins.“ Trump gaf í skyn í gærkvöldi að það væri Úkraínu að kenna að Rússar hefðu ráðist inn í landið. Þeir hefði getað samið um frið fyrir löngu. Sjá einnig: Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála „Það eru rússnesk stjórnvöld sem hófu þetta stríð árið 2014 með því að taka yfir héruð í landinu og hafa síðan haldið því áfram með innrás,“ segir Baldur. Baldur óttast að friðarviðræðurnar gætu farið illa. Á síðasta kjörtímabili Trump stóð hann í friðarviðræðum við Talíbana í Afganistan sem fóru ekki eins og áætlað var. „Það var Trump stjórnin sem lagði mikið kapp á að semja við Talbíanana í Afganistan og áður en kom að lokasamkomulagi við Talbíana í Afganistan þá lýsti Trump því yfir að hann myndi draga herafla Bandaríkjanna frá Afganistan. Eftir það var engin ástæða fyrir Talíbana að semja.“ Að sama skapi hafi Trump þegar lýst því yfir að Rússar ættu að fá að halda því landi sem þeir hefðu náð í Úkraínu ásamt því að Úkraína mætti ekki ganga í Atlantshafsbandalagið. Evrópuríki hugi að friðargæslusveitum Það jákvæða sem hefur komið upp vegna þessara vendinga, að sögn Baldurs, er að Evrópuríki séu ítrekað að verja meiri pening í varnarmál til stuðnings Úkraínu. Ásamt því séu mörg ríki nú þegar farin að huga að því eða undirbúa að senda friðargæslusveitir til Úkraínu ef að vopnahlé fari í gildi í landinu. Að mati Baldurs ætli löndin einungis að senda mannaflann ef að Bandaríkin geri hið sama. „Það sem gæti komið úr öllu þessu fjaðrafoki að ákveðin ríki í Evrópu, sem og Bandaríkin, gætu sameinast um að hafa friðargæslusveitir á átakasvæðinu eftir að vopnahléið væri komið á. Þetta væri jákvætt skref.“ „Staðan er þannig að Evrópuríki og önnur Nató ríki eiga erfitt að standa að friðargæslu án Bandaríkjanna,“ segir Baldur. Mikil samhljómur með stefnum Trumps og Pútíns Aðspurður telji Baldur helst tvær ástæður af hverju Trump og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, nái svo vel saman. Hann hafi velt málinu mikið fyrir sér. „Trump hefur aðdáun á svona leiðtogum sem stýra með valdinu og aflinu. Hvort sem það er leiðtogi í Norður-Kóreu eða leiðtogi Rússlands, Pútín,“ segir Baldur. „Hitt er að það er eiginlega meiri samhljómur með stefnu Trumps og Pútíns, bæði þegar kemur að innanríkis- og utanríkismálum heldur en maður vill trúa. Ég meina þeir bera takmarkaða virðingu fyrir fullveldi ríkja og frelsi þjóða, frjálsum viðskiptum. Þegar kemur að innanríkismálum eru þeir að tala fyrir þessum gamalgrónu, sem sumir segja úreltum, gildum. Sameinast um árásir á hinsegin fólk, takmörkuð réttindi kvenna, reyna afmá tilvist trans fólks í Bandaríkjunum og Rússlandi. Þarna ná þeir einfaldlega saman.“ Hlusta má á viðtalið við Baldur í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Mér finnst í rauninni ágætt í sjálfu sér að rússnesk og bandarísk stjórnvöld hittist til þess að ræða þessi mál. Sé það fyrsta skref að vopnahléi og friðarsamkomulagi en að sjálfsögðu getur ekki orðið friðarsamkomulag eða vopnahlé án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuríkja sem styðja við bakið Úkraínumönnum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í Reykjavík síðdegis í dag. Ummæli Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, lofi hins vegar ekki góðu. „Svo fer hann ekki með rétt mál um tilurð Úkraínustríðsins.“ Trump gaf í skyn í gærkvöldi að það væri Úkraínu að kenna að Rússar hefðu ráðist inn í landið. Þeir hefði getað samið um frið fyrir löngu. Sjá einnig: Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála „Það eru rússnesk stjórnvöld sem hófu þetta stríð árið 2014 með því að taka yfir héruð í landinu og hafa síðan haldið því áfram með innrás,“ segir Baldur. Baldur óttast að friðarviðræðurnar gætu farið illa. Á síðasta kjörtímabili Trump stóð hann í friðarviðræðum við Talíbana í Afganistan sem fóru ekki eins og áætlað var. „Það var Trump stjórnin sem lagði mikið kapp á að semja við Talbíanana í Afganistan og áður en kom að lokasamkomulagi við Talbíana í Afganistan þá lýsti Trump því yfir að hann myndi draga herafla Bandaríkjanna frá Afganistan. Eftir það var engin ástæða fyrir Talíbana að semja.“ Að sama skapi hafi Trump þegar lýst því yfir að Rússar ættu að fá að halda því landi sem þeir hefðu náð í Úkraínu ásamt því að Úkraína mætti ekki ganga í Atlantshafsbandalagið. Evrópuríki hugi að friðargæslusveitum Það jákvæða sem hefur komið upp vegna þessara vendinga, að sögn Baldurs, er að Evrópuríki séu ítrekað að verja meiri pening í varnarmál til stuðnings Úkraínu. Ásamt því séu mörg ríki nú þegar farin að huga að því eða undirbúa að senda friðargæslusveitir til Úkraínu ef að vopnahlé fari í gildi í landinu. Að mati Baldurs ætli löndin einungis að senda mannaflann ef að Bandaríkin geri hið sama. „Það sem gæti komið úr öllu þessu fjaðrafoki að ákveðin ríki í Evrópu, sem og Bandaríkin, gætu sameinast um að hafa friðargæslusveitir á átakasvæðinu eftir að vopnahléið væri komið á. Þetta væri jákvætt skref.“ „Staðan er þannig að Evrópuríki og önnur Nató ríki eiga erfitt að standa að friðargæslu án Bandaríkjanna,“ segir Baldur. Mikil samhljómur með stefnum Trumps og Pútíns Aðspurður telji Baldur helst tvær ástæður af hverju Trump og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, nái svo vel saman. Hann hafi velt málinu mikið fyrir sér. „Trump hefur aðdáun á svona leiðtogum sem stýra með valdinu og aflinu. Hvort sem það er leiðtogi í Norður-Kóreu eða leiðtogi Rússlands, Pútín,“ segir Baldur. „Hitt er að það er eiginlega meiri samhljómur með stefnu Trumps og Pútíns, bæði þegar kemur að innanríkis- og utanríkismálum heldur en maður vill trúa. Ég meina þeir bera takmarkaða virðingu fyrir fullveldi ríkja og frelsi þjóða, frjálsum viðskiptum. Þegar kemur að innanríkismálum eru þeir að tala fyrir þessum gamalgrónu, sem sumir segja úreltum, gildum. Sameinast um árásir á hinsegin fólk, takmörkuð réttindi kvenna, reyna afmá tilvist trans fólks í Bandaríkjunum og Rússlandi. Þarna ná þeir einfaldlega saman.“ Hlusta má á viðtalið við Baldur í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira