„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 19:01 Sölvi Geir fagnar komu Gylfa en hefur lítinn áhuga á fjölmiðlafárinu. Vísir/Samsett Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira