Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 11:08 Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu í síðsutu viku. Með þeim var X Æ A-Xii, sonur Musks. AP/Alex Brandon Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira