Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 11:08 Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu í síðsutu viku. Með þeim var X Æ A-Xii, sonur Musks. AP/Alex Brandon Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira