Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2025 06:50 Trump sagðist ánægður með hugmyndir um friðargæsluliða frá Bretlandi og Frakklandi en Rússar hafa alfarið hafnað henni. Getty/Joe Raedle Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira