Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2025 11:54 Gylfi Þór Sigurðsson í Víkinni, sem verður hans heimavöllur næsta sumar. vísir/Diego Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina. Yfirlýsing knattspyrnudeildarinnar var birt í stuðningsmannahópi Vals þar sem stuðningsfólk er upplýst um stöðu mála. Þar segir að ekki hafi staðið til að selja Gylfa í vetur þrátt fyrir áhuga annarra liða. Líkt og Vísir greindi frá í morgun samþykkti Valur tilboð frá bæði Víkingi og Breiðabliki í gærkvöld. Gylfi féllst svo á tilboð Víkinga. Ákvörðunin sé umdeild og hún hafi ekki verið auðveld en ekki hafi annað verið hægt eftir framgang Gylfa síðustu daga. Gylfi átti ekki sinn besta leik er Valur mætti ÍA í Lengjubikarnum um helgina, en þá hafði hann og hans fólk beðið um sölu frá félaginu. Í yfirlýsingunni segir að framkoma Gylfa í leiknum hafi verið á þann veg að ekki hafi verið unnt að halda samstarfinu áfram. „Í síðustu viku fór af stað atburðarrás í kjölfar þess að Gylfi og hans fólk tjáðu okkur að hann vildi fara frá félaginu,“ segir í yfirlýsingunni. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ segir þar enn fremur. Valsmenn líti svo björtum augum fram veginn. Liðið verði styrkt enn frekar og vonir séu settar við meidda leikmenn sem eru að snúa til baka. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Vals Kæru Valsmenn. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum samþykktum við í stjórn knattspyrnudeildar tilboð sem bárust í Gylfa Þór Sigurðsson leikmann okkar í gær. Voru það tilboð frá bæði Víking Reykjavík og Breiðablik. Víkingur og Gylfi Þór náðu síðan saman um kaup og kjör og er því ljóst að Gylfi er ekki lengur leikmaður Vals. Í tilefni þessa og þeirrar umræðu sem mun nú fara af stað teljum við mikilvægt að þið stuðningsmenn séuð upplýstir um okkar sjónarmið í málinu. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun er umdeild og hún var ekki auðveld. Mikilvægast er að hafa í huga að það er enginn leikmaður sem spilar fyrir Val stærri en félagið okkar. Valur er í okkar huga stærsta og sigursælasta íþróttafélag landsins sem státar af árangri sem öll önnur íþróttafélög landsins öfunda okkur af. Þrátt fyrir áhuga annarra liða stóð ekki til að selja Gylfa Þór í vetur. Gylfi er frábær leikmaður og karakter og hefur verið frábær í alla staði eftir að hann kom til okkar. Í síðustu viku fór af stað atburðarrás í kjölfar þess að Gylfi og hans fólk tjáðu okkur að hann vildi fara frá félaginu. Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins. Í okkar huga var því ekkert annað í stöðunni en að hámarka það sem félagið gat fengið fyrir leikmanninn. Í kjölfarið komu síðan tvö ásættanleg tilboð frá Breiðablik og Víking Reykjavík sem náði síðan samkomulagi við Gylfa eftir að við gáfum þeim leyfi til þess að ræða við leikmanninn. Við teljum okkur vera með einn sterkasta hópinn í deildinni og það er afar mikilvægt að fjölga leikmínútum okkar leikmanna, sem hafa verið frá vegna meiðsla. Við höfum fengið flottar styrkingar inn í liðið í vetur og ætlum okkur að styrkja liðið frekar. Framundan er spennandi tímabil þar sem við erum m.a. í evrópukeppni og liðið hefur æft vel í vetur og leikmenn sem hafa verið frá eru að koma til baka. Nú er það strákanna í liðinu, og okkar allra í Val, að snúa bökum saman og sýna fólki hversu öflugt félag við erum. f.h. stjórnar knattspyrnudeildar Vals Björn Steinar Jónsson Valur Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Yfirlýsing knattspyrnudeildarinnar var birt í stuðningsmannahópi Vals þar sem stuðningsfólk er upplýst um stöðu mála. Þar segir að ekki hafi staðið til að selja Gylfa í vetur þrátt fyrir áhuga annarra liða. Líkt og Vísir greindi frá í morgun samþykkti Valur tilboð frá bæði Víkingi og Breiðabliki í gærkvöld. Gylfi féllst svo á tilboð Víkinga. Ákvörðunin sé umdeild og hún hafi ekki verið auðveld en ekki hafi annað verið hægt eftir framgang Gylfa síðustu daga. Gylfi átti ekki sinn besta leik er Valur mætti ÍA í Lengjubikarnum um helgina, en þá hafði hann og hans fólk beðið um sölu frá félaginu. Í yfirlýsingunni segir að framkoma Gylfa í leiknum hafi verið á þann veg að ekki hafi verið unnt að halda samstarfinu áfram. „Í síðustu viku fór af stað atburðarrás í kjölfar þess að Gylfi og hans fólk tjáðu okkur að hann vildi fara frá félaginu,“ segir í yfirlýsingunni. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ segir þar enn fremur. Valsmenn líti svo björtum augum fram veginn. Liðið verði styrkt enn frekar og vonir séu settar við meidda leikmenn sem eru að snúa til baka. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Vals Kæru Valsmenn. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum samþykktum við í stjórn knattspyrnudeildar tilboð sem bárust í Gylfa Þór Sigurðsson leikmann okkar í gær. Voru það tilboð frá bæði Víking Reykjavík og Breiðablik. Víkingur og Gylfi Þór náðu síðan saman um kaup og kjör og er því ljóst að Gylfi er ekki lengur leikmaður Vals. Í tilefni þessa og þeirrar umræðu sem mun nú fara af stað teljum við mikilvægt að þið stuðningsmenn séuð upplýstir um okkar sjónarmið í málinu. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun er umdeild og hún var ekki auðveld. Mikilvægast er að hafa í huga að það er enginn leikmaður sem spilar fyrir Val stærri en félagið okkar. Valur er í okkar huga stærsta og sigursælasta íþróttafélag landsins sem státar af árangri sem öll önnur íþróttafélög landsins öfunda okkur af. Þrátt fyrir áhuga annarra liða stóð ekki til að selja Gylfa Þór í vetur. Gylfi er frábær leikmaður og karakter og hefur verið frábær í alla staði eftir að hann kom til okkar. Í síðustu viku fór af stað atburðarrás í kjölfar þess að Gylfi og hans fólk tjáðu okkur að hann vildi fara frá félaginu. Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins. Í okkar huga var því ekkert annað í stöðunni en að hámarka það sem félagið gat fengið fyrir leikmanninn. Í kjölfarið komu síðan tvö ásættanleg tilboð frá Breiðablik og Víking Reykjavík sem náði síðan samkomulagi við Gylfa eftir að við gáfum þeim leyfi til þess að ræða við leikmanninn. Við teljum okkur vera með einn sterkasta hópinn í deildinni og það er afar mikilvægt að fjölga leikmínútum okkar leikmanna, sem hafa verið frá vegna meiðsla. Við höfum fengið flottar styrkingar inn í liðið í vetur og ætlum okkur að styrkja liðið frekar. Framundan er spennandi tímabil þar sem við erum m.a. í evrópukeppni og liðið hefur æft vel í vetur og leikmenn sem hafa verið frá eru að koma til baka. Nú er það strákanna í liðinu, og okkar allra í Val, að snúa bökum saman og sýna fólki hversu öflugt félag við erum. f.h. stjórnar knattspyrnudeildar Vals Björn Steinar Jónsson
Valur Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira