Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 06:51 Starmer segir komið að ögurstundu. AP/Kristy Wigglesworth Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Starmer segir í aðsendri grein í Daily Telegraph að Bretland sé reiðubúið til að leika lykilhlutverk þegar kemur að vörnum og öryggi Úkraínu. Um sé að ræða „tilvistarlega“ spurningu fyrir Evrópu. Þá segir hann það ekki léttvæga ákvörðun að senda hermenn til Úkraínu en að tryggja öryggi landsins sé þáttur í að tryggja öryggi Evrópu og þar með Bretlands. Endalok átaka megi ekki verða tímabundin pása, þar til Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveði að gera aðra árás. Starmer mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Olaf Scholz, kansalara Þýskalands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, í París í dag. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Danmörku og Ítalíu, auk Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Ursulu von der Leyen, forseta framkævmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar munu þeir ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Þær snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Marco Rubio, munu funda síðar í vikunni. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að hann sé mjög efins um að Pútín sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Þá segist hann enn sannfærður um að hann sé að leggja drög að árásum á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins á næsta ári. Trump sagðist í gær gera ráð fyrir að eiga fund með Pútín á næstunni. Úkraína Bretland Frakkland NATO Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Starmer segir í aðsendri grein í Daily Telegraph að Bretland sé reiðubúið til að leika lykilhlutverk þegar kemur að vörnum og öryggi Úkraínu. Um sé að ræða „tilvistarlega“ spurningu fyrir Evrópu. Þá segir hann það ekki léttvæga ákvörðun að senda hermenn til Úkraínu en að tryggja öryggi landsins sé þáttur í að tryggja öryggi Evrópu og þar með Bretlands. Endalok átaka megi ekki verða tímabundin pása, þar til Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveði að gera aðra árás. Starmer mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Olaf Scholz, kansalara Þýskalands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, í París í dag. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Danmörku og Ítalíu, auk Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Ursulu von der Leyen, forseta framkævmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar munu þeir ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Þær snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Marco Rubio, munu funda síðar í vikunni. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að hann sé mjög efins um að Pútín sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Þá segist hann enn sannfærður um að hann sé að leggja drög að árásum á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins á næsta ári. Trump sagðist í gær gera ráð fyrir að eiga fund með Pútín á næstunni.
Úkraína Bretland Frakkland NATO Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira