Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 08:32 Mikel Merino fagnar öðru af tveimur mörkum sínum fyrir Arsenal á móti Leicester City um helgina. Til vinstri er eiginkona hans Lola Liberal. Getty/Shaun Botterill/Jean Catuffe Liðsfélagar og stuðningsmenn Arsenal voru mjög ánægðir með Mikel Merino um helgina en hefur eiginkona hans sömu sögu að segja? Merino hafði komið Arsenal til bjargar og haldið lífi í titilvonum félagsins. Staðan var 0-0 í leik Leicester City og Arsenela þegar Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sendi nafna sinn og landa inn á völlinn á 69. mínútu. Það er mikið framherjahallæri hjá Arsenal liðinu enda margir sóknarmenn félagsins meiddir. Mikel Merino spilaði því framar á vellinum en hann er kannski vanur. Hann var fljótur að launa Arteta traustið. Fyrst skoraði hann á 81. mínútu og sex mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Mikel Merino með eiginkonu sinni Lolu Liberal eftir leik með spænska landsliðinu.Getty/Jean Catuffe Hann skoraði þarna jafnmörg mörk á rúmum tuttugu mínútu og hann hafði gert í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Allir hjá Arsenal voru því í skýjunum með Spánverjann eftir leik en hann sjálfur viðurkenndi stór mistök í viðtölum eftir leik. „Ég gleymdi að gefa eiginkonunni gjöf á Valentínusardaginn og ég ætla því að tileinka henni þessa tvennu,“ sagði hinn 28 ára gamli Merino eftir leikinn. Eiginkona Merino er fyrirsætan Lola Liberal. Þau hafa bara verið gift síðan í júní í fyrra og þetta var því fyrsti Valentínusardagur þeirra sem hjón. Hvort hún sætti sig við það að mörkin séu nógu góð gjöf á degi sem þessum er ekki vitað. Það er hins vegar öruggt að það er mun léttara yfir Merino núna eftir að hafa fengið talsverða gagnrýni síðan Arsenal keypti hann frá Real Sociedad í ágúst i fyrra. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Merino hafði komið Arsenal til bjargar og haldið lífi í titilvonum félagsins. Staðan var 0-0 í leik Leicester City og Arsenela þegar Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sendi nafna sinn og landa inn á völlinn á 69. mínútu. Það er mikið framherjahallæri hjá Arsenal liðinu enda margir sóknarmenn félagsins meiddir. Mikel Merino spilaði því framar á vellinum en hann er kannski vanur. Hann var fljótur að launa Arteta traustið. Fyrst skoraði hann á 81. mínútu og sex mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Mikel Merino með eiginkonu sinni Lolu Liberal eftir leik með spænska landsliðinu.Getty/Jean Catuffe Hann skoraði þarna jafnmörg mörk á rúmum tuttugu mínútu og hann hafði gert í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Allir hjá Arsenal voru því í skýjunum með Spánverjann eftir leik en hann sjálfur viðurkenndi stór mistök í viðtölum eftir leik. „Ég gleymdi að gefa eiginkonunni gjöf á Valentínusardaginn og ég ætla því að tileinka henni þessa tvennu,“ sagði hinn 28 ára gamli Merino eftir leikinn. Eiginkona Merino er fyrirsætan Lola Liberal. Þau hafa bara verið gift síðan í júní í fyrra og þetta var því fyrsti Valentínusardagur þeirra sem hjón. Hvort hún sætti sig við það að mörkin séu nógu góð gjöf á degi sem þessum er ekki vitað. Það er hins vegar öruggt að það er mun léttara yfir Merino núna eftir að hafa fengið talsverða gagnrýni síðan Arsenal keypti hann frá Real Sociedad í ágúst i fyrra. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira