Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 09:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í leiknum gegn ÍA í lokaumferð Bestu deildarinnar síðasta haust. vísir/Anton Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira