Segir Úkraínu enn á leið í NATO Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 10:53 Keir Starmer og Vólódímír Selenskí. EPA Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafa notað svipuð orð um mögulega aðild Úkraínu að NATO en flestum þykir ljóst að ríkið verður ekki aðili að bandalaginu á næstu árum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann gæti ekki ímyndað sér að Rússar, sem eru ekki í NATO, myndu nokkurn tímann leyfa Úkraínu að ganga inn í bandalagið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hafði þar áður slegið á svipaða strengi og slegið aðild að NATO af borðinu. Hann dró það til baka í kjölfar mikillar gagnrýni um að hann hefði kastað frá sér mikilvægum viðræðulið í mögulegum friðarviðræðum við Rússa. Sky News vitnar í yfirlýsingu frá Downingstræti um að Starmer hafi ítrekað að Bretar stæðu enn við bak Úkraínumanna og gerðu það eins lengi og til þyrfti. Starmer sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að koma að viðræðum um innrás Rússa og að Úkraínumenn hafi einnig þörf á sterkum öryggistryggingum, hernaðaraðstoð og þeir gætu reitt sig á Breta. Þá er haft eftir Starmer að hann hafi ítrekað að innganga Úkraínu í NATO væri óumflýjanleg, eins og samþykkt hafi verið á fundi í Bandaríkjunum í fyrra. Hvenær þessi innganga á að eiga sér stað er þó óljóst. Í yfirlýsingunni frá Downingstræti segir einnig að Starmer og Selenskí verði í áframhaldandi samskiptum. Selenskí segir að hann og Starmer hafi einnig talað um samtal hans og Trumps á dögunum og aðrar viðræður úkraínska forsetans við bandaríska erindreka. Hann segir alla þurfa að vinna saman til að ná góðum árangri og að öryggi stakra þjóða byggi á þeirra sameiginlega öryggi. I had a good conversation with UK Prime Minister @Keir_Starmer. I thanked him for all the UK’s support and emphasized that we deeply value Britain’s leadership.I informed Prime Minister Starmer about my discussion with President Trump and contacts with the American side. The…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 14, 2025 Bretland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafa notað svipuð orð um mögulega aðild Úkraínu að NATO en flestum þykir ljóst að ríkið verður ekki aðili að bandalaginu á næstu árum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann gæti ekki ímyndað sér að Rússar, sem eru ekki í NATO, myndu nokkurn tímann leyfa Úkraínu að ganga inn í bandalagið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hafði þar áður slegið á svipaða strengi og slegið aðild að NATO af borðinu. Hann dró það til baka í kjölfar mikillar gagnrýni um að hann hefði kastað frá sér mikilvægum viðræðulið í mögulegum friðarviðræðum við Rússa. Sky News vitnar í yfirlýsingu frá Downingstræti um að Starmer hafi ítrekað að Bretar stæðu enn við bak Úkraínumanna og gerðu það eins lengi og til þyrfti. Starmer sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að koma að viðræðum um innrás Rússa og að Úkraínumenn hafi einnig þörf á sterkum öryggistryggingum, hernaðaraðstoð og þeir gætu reitt sig á Breta. Þá er haft eftir Starmer að hann hafi ítrekað að innganga Úkraínu í NATO væri óumflýjanleg, eins og samþykkt hafi verið á fundi í Bandaríkjunum í fyrra. Hvenær þessi innganga á að eiga sér stað er þó óljóst. Í yfirlýsingunni frá Downingstræti segir einnig að Starmer og Selenskí verði í áframhaldandi samskiptum. Selenskí segir að hann og Starmer hafi einnig talað um samtal hans og Trumps á dögunum og aðrar viðræður úkraínska forsetans við bandaríska erindreka. Hann segir alla þurfa að vinna saman til að ná góðum árangri og að öryggi stakra þjóða byggi á þeirra sameiginlega öryggi. I had a good conversation with UK Prime Minister @Keir_Starmer. I thanked him for all the UK’s support and emphasized that we deeply value Britain’s leadership.I informed Prime Minister Starmer about my discussion with President Trump and contacts with the American side. The…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 14, 2025
Bretland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59
Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23