Skotflaugar féllu á Kænugarð Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 12:01 Einn maður lét lífið í árás Rússa á Kænugarð í nótt. AP/Alex Babenko Að minnsta kosti einn er látinn og þrír sagðir eftir skotflaugaárás á Kænugarð í nótt. Nokkrir eldar kviknuðu vegna árásarinnar en Rússar eru sagðir hafa kostið sjö skotflaugum að Kænugarði og Kryvyi Rog og einnig notast við 123 sjálfsprengidróna til árása í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex af sjö skotflaugum og 71 af drónunum. Þar að auki munu fjörutíu drónar hafa verið stöðvaðir með því að trufla kerfi þeirra. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt upp í loftið og falla svo á skotmörk sín á miklum hraða. Takist að skjóta þær niður eru þær því hvort eð er líklegar til að valda skaða á jörðu niðri. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árás næturinnar og sagði að ógnarherferð Rússa gegn Úkraínu myndi ekki hætta að sjálfu sér. Kallaði hann eftir samstöðu meðal bakhjarla Úkraínu og sagði árásina til marks um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði ekki áhuga á friði. Hann héldi árásum sínum á Úkraínumenn og úkraínskar borgir áfram. https://www.facebook.com/GeneralStaff.ua/posts/pfbid06HdJWbNPKPSMK4fmWdUGmNmdGshJiijqsQ2uJe8TSJJMkym6Epv1w8kWFsQScLJPl Reuters hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að níu ára gamalt barn sé meðal þeirra sem særðust í Kænugarði. Þá segir fréttaveitan að árásin hafi einnig valdið tjóni á mikilvægum innviðum í Tjernihív-héraði, þar sem tveir munu hafa særst. A huge sinkhole has formed in one of Kyiv's districts after a night attack. pic.twitter.com/vkWCvfUoLg— WarTranslated (@wartranslated) February 12, 2025 Rússar hafa á þeim þremur árum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst skotið aragrúa eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Margar þessara árása hafa beinst að orkuinnviðum. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn fjölgað eigin árásum á skotmörk í Rússlandi töluvert. Þar hafa Úkraínumenn notast mikið við eigin sjálfsprengidróna. Þær beinast margar að innviðum varðandi olíuframleiðslu og vinnslu í Rússlandi og á þeim að vera ætlað að koma höggi á hagkerfi Rússlands og olíubirgðum rússneska hersins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex af sjö skotflaugum og 71 af drónunum. Þar að auki munu fjörutíu drónar hafa verið stöðvaðir með því að trufla kerfi þeirra. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt upp í loftið og falla svo á skotmörk sín á miklum hraða. Takist að skjóta þær niður eru þær því hvort eð er líklegar til að valda skaða á jörðu niðri. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árás næturinnar og sagði að ógnarherferð Rússa gegn Úkraínu myndi ekki hætta að sjálfu sér. Kallaði hann eftir samstöðu meðal bakhjarla Úkraínu og sagði árásina til marks um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði ekki áhuga á friði. Hann héldi árásum sínum á Úkraínumenn og úkraínskar borgir áfram. https://www.facebook.com/GeneralStaff.ua/posts/pfbid06HdJWbNPKPSMK4fmWdUGmNmdGshJiijqsQ2uJe8TSJJMkym6Epv1w8kWFsQScLJPl Reuters hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að níu ára gamalt barn sé meðal þeirra sem særðust í Kænugarði. Þá segir fréttaveitan að árásin hafi einnig valdið tjóni á mikilvægum innviðum í Tjernihív-héraði, þar sem tveir munu hafa særst. A huge sinkhole has formed in one of Kyiv's districts after a night attack. pic.twitter.com/vkWCvfUoLg— WarTranslated (@wartranslated) February 12, 2025 Rússar hafa á þeim þremur árum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst skotið aragrúa eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Margar þessara árása hafa beinst að orkuinnviðum. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn fjölgað eigin árásum á skotmörk í Rússlandi töluvert. Þar hafa Úkraínumenn notast mikið við eigin sjálfsprengidróna. Þær beinast margar að innviðum varðandi olíuframleiðslu og vinnslu í Rússlandi og á þeim að vera ætlað að koma höggi á hagkerfi Rússlands og olíubirgðum rússneska hersins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55
Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15
Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51