Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 07:37 Konungurinn heimsótti forsetann í Hvíta húsið í gær. Getty/Andrew Harnik Abdullah II bin Al-Hussein Jórdaníukonungur ítrekaði á samfélagsmiðlum í gær, eftir fund sinn með Donald Trump Bandaríkjaforseta, að Arabaríkin væru sameinuð í andstöðu sinni gegn hugmyndum um flutning Palestínumanna frá Gasa og Vesturbakkanum. Sagði hann að það ætti að vera forgangsatriði hjá öllum að endurreisa Gasa án þess að flytja íbúa á brott og mæta þörfinni fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Nokkrum klukkustundum áður hafði Trump fullyrt að Bandaríkjamenn hefðu einhvers konar rétt eða vald til þess að „taka“ Gasa en hann hefur þrýst mjög á stjórnvöld í Jórdaníu og Egyptalandi um að taka við íbúum svæðisins. Hugmyndir hans hafa verið fordæmdar af ráðamönnum um allan heim. „Við munum fá Gasa,“ sagði Trump þar sem hann sat við hlið konungsins. „Þetta er stríðshrjáð svæði. Við ætlum að taka það. Við ætlum að halda því. Við ætlum að varðveita það,“ sagði forsetinn. I reiterated Jordan’s steadfast position against the displacement of Palestinians in Gaza and the West Bank. This is the unified Arab position. Rebuilding Gaza without displacing the Palestinians and addressing the dire humanitarian situation should be the priority for all.— عبدالله بن الحسين (@KingAbdullahII) February 11, 2025 Miðlar vestanhafs segja Abdullah II konung hins vegar hafa verið beinskeyttan við Trump í tveggja manna tali en konungurinn sagði á samfélagsmiðlum að friður á grundvelli tveggja-ríkja lausnarinnar væri eina leiðin til að tryggja stöðugleika og að Bandaríkin þyrftu að taka forystu hvað það varðaði. Talsmaður stjórnvalda í Eygptalandi tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum í gær og sagði að þau myndu vinna með Bandaríkjunum að lausn fyrir Palestínumenn en að þeir þyrftu að fá að vera áfram í heimalandi sínu. Framtíð vopnahlésis á Gasa er í óvissu eftir að Hamas-samtökin gáfu til kynna að þau myndu ekki láta fleiri gísla lausa að svo stöddu. Bæði Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segja friðinn þá munu verða úti. New York Times hefur eftir Jonathan Panikoff, framkvæmdastjóra Scowcroft Middle East Security Initiative við hugveituna Atlantic Council, að leiðtogar á svæðinu geri nú hvað þeir geta til að viðhalda stöðugleika á svæðinu. Útspil Trump hafi verið sem olía á eld ófriðarbálsins. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Jórdanía Egyptaland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Sagði hann að það ætti að vera forgangsatriði hjá öllum að endurreisa Gasa án þess að flytja íbúa á brott og mæta þörfinni fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Nokkrum klukkustundum áður hafði Trump fullyrt að Bandaríkjamenn hefðu einhvers konar rétt eða vald til þess að „taka“ Gasa en hann hefur þrýst mjög á stjórnvöld í Jórdaníu og Egyptalandi um að taka við íbúum svæðisins. Hugmyndir hans hafa verið fordæmdar af ráðamönnum um allan heim. „Við munum fá Gasa,“ sagði Trump þar sem hann sat við hlið konungsins. „Þetta er stríðshrjáð svæði. Við ætlum að taka það. Við ætlum að halda því. Við ætlum að varðveita það,“ sagði forsetinn. I reiterated Jordan’s steadfast position against the displacement of Palestinians in Gaza and the West Bank. This is the unified Arab position. Rebuilding Gaza without displacing the Palestinians and addressing the dire humanitarian situation should be the priority for all.— عبدالله بن الحسين (@KingAbdullahII) February 11, 2025 Miðlar vestanhafs segja Abdullah II konung hins vegar hafa verið beinskeyttan við Trump í tveggja manna tali en konungurinn sagði á samfélagsmiðlum að friður á grundvelli tveggja-ríkja lausnarinnar væri eina leiðin til að tryggja stöðugleika og að Bandaríkin þyrftu að taka forystu hvað það varðaði. Talsmaður stjórnvalda í Eygptalandi tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum í gær og sagði að þau myndu vinna með Bandaríkjunum að lausn fyrir Palestínumenn en að þeir þyrftu að fá að vera áfram í heimalandi sínu. Framtíð vopnahlésis á Gasa er í óvissu eftir að Hamas-samtökin gáfu til kynna að þau myndu ekki láta fleiri gísla lausa að svo stöddu. Bæði Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segja friðinn þá munu verða úti. New York Times hefur eftir Jonathan Panikoff, framkvæmdastjóra Scowcroft Middle East Security Initiative við hugveituna Atlantic Council, að leiðtogar á svæðinu geri nú hvað þeir geta til að viðhalda stöðugleika á svæðinu. Útspil Trump hafi verið sem olía á eld ófriðarbálsins.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Jórdanía Egyptaland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira