Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 07:37 Konungurinn heimsótti forsetann í Hvíta húsið í gær. Getty/Andrew Harnik Abdullah II bin Al-Hussein Jórdaníukonungur ítrekaði á samfélagsmiðlum í gær, eftir fund sinn með Donald Trump Bandaríkjaforseta, að Arabaríkin væru sameinuð í andstöðu sinni gegn hugmyndum um flutning Palestínumanna frá Gasa og Vesturbakkanum. Sagði hann að það ætti að vera forgangsatriði hjá öllum að endurreisa Gasa án þess að flytja íbúa á brott og mæta þörfinni fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Nokkrum klukkustundum áður hafði Trump fullyrt að Bandaríkjamenn hefðu einhvers konar rétt eða vald til þess að „taka“ Gasa en hann hefur þrýst mjög á stjórnvöld í Jórdaníu og Egyptalandi um að taka við íbúum svæðisins. Hugmyndir hans hafa verið fordæmdar af ráðamönnum um allan heim. „Við munum fá Gasa,“ sagði Trump þar sem hann sat við hlið konungsins. „Þetta er stríðshrjáð svæði. Við ætlum að taka það. Við ætlum að halda því. Við ætlum að varðveita það,“ sagði forsetinn. I reiterated Jordan’s steadfast position against the displacement of Palestinians in Gaza and the West Bank. This is the unified Arab position. Rebuilding Gaza without displacing the Palestinians and addressing the dire humanitarian situation should be the priority for all.— عبدالله بن الحسين (@KingAbdullahII) February 11, 2025 Miðlar vestanhafs segja Abdullah II konung hins vegar hafa verið beinskeyttan við Trump í tveggja manna tali en konungurinn sagði á samfélagsmiðlum að friður á grundvelli tveggja-ríkja lausnarinnar væri eina leiðin til að tryggja stöðugleika og að Bandaríkin þyrftu að taka forystu hvað það varðaði. Talsmaður stjórnvalda í Eygptalandi tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum í gær og sagði að þau myndu vinna með Bandaríkjunum að lausn fyrir Palestínumenn en að þeir þyrftu að fá að vera áfram í heimalandi sínu. Framtíð vopnahlésis á Gasa er í óvissu eftir að Hamas-samtökin gáfu til kynna að þau myndu ekki láta fleiri gísla lausa að svo stöddu. Bæði Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segja friðinn þá munu verða úti. New York Times hefur eftir Jonathan Panikoff, framkvæmdastjóra Scowcroft Middle East Security Initiative við hugveituna Atlantic Council, að leiðtogar á svæðinu geri nú hvað þeir geta til að viðhalda stöðugleika á svæðinu. Útspil Trump hafi verið sem olía á eld ófriðarbálsins. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Jórdanía Egyptaland Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Sagði hann að það ætti að vera forgangsatriði hjá öllum að endurreisa Gasa án þess að flytja íbúa á brott og mæta þörfinni fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Nokkrum klukkustundum áður hafði Trump fullyrt að Bandaríkjamenn hefðu einhvers konar rétt eða vald til þess að „taka“ Gasa en hann hefur þrýst mjög á stjórnvöld í Jórdaníu og Egyptalandi um að taka við íbúum svæðisins. Hugmyndir hans hafa verið fordæmdar af ráðamönnum um allan heim. „Við munum fá Gasa,“ sagði Trump þar sem hann sat við hlið konungsins. „Þetta er stríðshrjáð svæði. Við ætlum að taka það. Við ætlum að halda því. Við ætlum að varðveita það,“ sagði forsetinn. I reiterated Jordan’s steadfast position against the displacement of Palestinians in Gaza and the West Bank. This is the unified Arab position. Rebuilding Gaza without displacing the Palestinians and addressing the dire humanitarian situation should be the priority for all.— عبدالله بن الحسين (@KingAbdullahII) February 11, 2025 Miðlar vestanhafs segja Abdullah II konung hins vegar hafa verið beinskeyttan við Trump í tveggja manna tali en konungurinn sagði á samfélagsmiðlum að friður á grundvelli tveggja-ríkja lausnarinnar væri eina leiðin til að tryggja stöðugleika og að Bandaríkin þyrftu að taka forystu hvað það varðaði. Talsmaður stjórnvalda í Eygptalandi tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum í gær og sagði að þau myndu vinna með Bandaríkjunum að lausn fyrir Palestínumenn en að þeir þyrftu að fá að vera áfram í heimalandi sínu. Framtíð vopnahlésis á Gasa er í óvissu eftir að Hamas-samtökin gáfu til kynna að þau myndu ekki láta fleiri gísla lausa að svo stöddu. Bæði Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segja friðinn þá munu verða úti. New York Times hefur eftir Jonathan Panikoff, framkvæmdastjóra Scowcroft Middle East Security Initiative við hugveituna Atlantic Council, að leiðtogar á svæðinu geri nú hvað þeir geta til að viðhalda stöðugleika á svæðinu. Útspil Trump hafi verið sem olía á eld ófriðarbálsins.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Jórdanía Egyptaland Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira