Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 23:03 Paul Scholes er ekki ánægður með leikmenn eins og Rasmus Hojlund. Hann vill að félagið kaupi tvo nýja framherja. Getty/Manchester United/Richard Sellers Manchester United goðsögnin Paul Scholes hefur miklar áhyggjur af næsta keppnistímabili hjá liði sinu. Hann segir mikið verk sé fyrir höndum til að móta nýtt lið. Scholes er einn af goðsögnum United sem unnu hvern titilinn á fætur öðrum undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þá var liðið besta liðið í Englandi en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Langt í land United hefur reyndar unnið tvo af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og komst áfram í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Fram að því var United liðið bara á leiðinni niður í fallbaráttu en það er langur vegur eftir enn að mati Scholes. Þetta gæti orðið versta tímabil Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og þrátt fyrir mjög slakt gengi þá hafði félagið bara efni á því að kaupa einn leikmann í janúarglugganum, Danann Patrick Dorgu, auk þess að semja við unglingaliðsmanninn Ayden Heaven. Enginn kjarni í liðinu „Það eru nokkur atriði sem valda mér áhyggjum. Ruben Amorim þarf að laga margt, við vitum það öll, en ekki síst á leikmannamarkaðnum. Vandamálið er að ég sé ekki neinn kjarna í leikmannahópnum,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpsþættinum The Overlap Fan Debate. „Þegar þú horfir á hin liðið þá sérðu strax hryggjarstykkið hjá þeim. Liverpool er með frábæran markvörð, frábæran miðvörð, framherja, miðjumenn og allt sem til þarf. Ég tel að United sé ekki neinn alvöru leikmann í þeim stöðum,“ sagði Scholes. „Liðið þarf að fá nýjan markvörð, líklega tvo nýja miðverði, tvo afturliggjandi miðjumenn og tvo framherja,“ sagði Scholes. Hljómar kannski fáránlega „Allt í góðu. Ég sætti mig við einn miðjumann og einn framherja en það þarf að gera þetta vel, finna hæfileikaríka menn og búa til burðarása í liðinu. Þegar þú ert kominn með þennan kjarna þá er auðveldara að bæta við hann,“ sagði Scholes. „Þetta hryggjarstykki, þessi kjarni er svo mikilvægur. Þeir þurfa að passa upp á það að búa hann til í sumar. Þetta hljómar kannski fáránlega en miðað við form liðsins síðan þessi þjálfari tók við þá gætu þeir verið að fara í fallbaráttu. Ég óttast það því þetta hefur verið það slæmt,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira
Scholes er einn af goðsögnum United sem unnu hvern titilinn á fætur öðrum undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þá var liðið besta liðið í Englandi en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Langt í land United hefur reyndar unnið tvo af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og komst áfram í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Fram að því var United liðið bara á leiðinni niður í fallbaráttu en það er langur vegur eftir enn að mati Scholes. Þetta gæti orðið versta tímabil Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og þrátt fyrir mjög slakt gengi þá hafði félagið bara efni á því að kaupa einn leikmann í janúarglugganum, Danann Patrick Dorgu, auk þess að semja við unglingaliðsmanninn Ayden Heaven. Enginn kjarni í liðinu „Það eru nokkur atriði sem valda mér áhyggjum. Ruben Amorim þarf að laga margt, við vitum það öll, en ekki síst á leikmannamarkaðnum. Vandamálið er að ég sé ekki neinn kjarna í leikmannahópnum,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpsþættinum The Overlap Fan Debate. „Þegar þú horfir á hin liðið þá sérðu strax hryggjarstykkið hjá þeim. Liverpool er með frábæran markvörð, frábæran miðvörð, framherja, miðjumenn og allt sem til þarf. Ég tel að United sé ekki neinn alvöru leikmann í þeim stöðum,“ sagði Scholes. „Liðið þarf að fá nýjan markvörð, líklega tvo nýja miðverði, tvo afturliggjandi miðjumenn og tvo framherja,“ sagði Scholes. Hljómar kannski fáránlega „Allt í góðu. Ég sætti mig við einn miðjumann og einn framherja en það þarf að gera þetta vel, finna hæfileikaríka menn og búa til burðarása í liðinu. Þegar þú ert kominn með þennan kjarna þá er auðveldara að bæta við hann,“ sagði Scholes. „Þetta hryggjarstykki, þessi kjarni er svo mikilvægur. Þeir þurfa að passa upp á það að búa hann til í sumar. Þetta hljómar kannski fáránlega en miðað við form liðsins síðan þessi þjálfari tók við þá gætu þeir verið að fara í fallbaráttu. Ég óttast það því þetta hefur verið það slæmt,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport)
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira