Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 22:40 Donald Trump áður en hann skrifaði undir tilskipunina. EPA/FRANCIS CHUNG Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir tilskipun sem bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum. Tilskipunin er ein af mörgum sem hefur áhrif á réttindi trans einstaklinga í Bandaríkjunum. Tilskipunin ber titilinn „að halda körlum frá kvennaíþróttum“ og tekur hún strax gildi. Trans konur og stelpur mega því ekki taka þátt í neinum íþróttaviðburðum sem haldnir eru fyrir konur. „Með þessari tilskipun er stríðinu gegn kvennaíþróttum á enda,“ sagði Trump samkvæmt umfjöllun The Guardian. Allar íþróttastofnanir eiga að breyta reglum sínum í samræmi við tilskipun Trumps. Samkvæmt umfjöllun BBC mun menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sérstaklega rannsaka framhaldsskóla sem talið sé að munu ekki fylgja tilskipuninni. Þá sé tilskipuninni sérstaklega beint að trans framhaldsskólanemum, háskólanemum og fólki sem stundar íþróttir sem tómstund. Fyrsta dag sinn í embætti skrifaði Trump undir tilskipun sem sagði að formleg stefna bandarískra stjórnvalda sé að einungis séu til tvö kyn, karl og kona. Hann tilkynnti þessa tilskipun í innsetningarræðu sinni og fékk standandi lófaklapp frá viðstöddum. Þá undirritaði hann í síðustu viku tilskipun sem bannar trans einstaklingum undir nítján ára aldri að fara í kynstaðfestingarmeðferð. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem skipar alríkisyfirvöldum að fjarlægja „allar róttækar leiðbeiningar um kynjahugmyndafræði.“ Einhver bandarísk sjúkrahús hafa nú þegar neitað að sjá um kynstaðfestingarmeðferð ungmenna. Í fangelsum landsins eru dæmi um að trans konur séu einangraðar og þeim sagt að þær verði fluttar í fangelsi fyrir karla þar sem þær fá ekki lengur lyf fyrir kynstaðfestingarmeðferð sína. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Tengdar fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Tilskipunin ber titilinn „að halda körlum frá kvennaíþróttum“ og tekur hún strax gildi. Trans konur og stelpur mega því ekki taka þátt í neinum íþróttaviðburðum sem haldnir eru fyrir konur. „Með þessari tilskipun er stríðinu gegn kvennaíþróttum á enda,“ sagði Trump samkvæmt umfjöllun The Guardian. Allar íþróttastofnanir eiga að breyta reglum sínum í samræmi við tilskipun Trumps. Samkvæmt umfjöllun BBC mun menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sérstaklega rannsaka framhaldsskóla sem talið sé að munu ekki fylgja tilskipuninni. Þá sé tilskipuninni sérstaklega beint að trans framhaldsskólanemum, háskólanemum og fólki sem stundar íþróttir sem tómstund. Fyrsta dag sinn í embætti skrifaði Trump undir tilskipun sem sagði að formleg stefna bandarískra stjórnvalda sé að einungis séu til tvö kyn, karl og kona. Hann tilkynnti þessa tilskipun í innsetningarræðu sinni og fékk standandi lófaklapp frá viðstöddum. Þá undirritaði hann í síðustu viku tilskipun sem bannar trans einstaklingum undir nítján ára aldri að fara í kynstaðfestingarmeðferð. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem skipar alríkisyfirvöldum að fjarlægja „allar róttækar leiðbeiningar um kynjahugmyndafræði.“ Einhver bandarísk sjúkrahús hafa nú þegar neitað að sjá um kynstaðfestingarmeðferð ungmenna. Í fangelsum landsins eru dæmi um að trans konur séu einangraðar og þeim sagt að þær verði fluttar í fangelsi fyrir karla þar sem þær fá ekki lengur lyf fyrir kynstaðfestingarmeðferð sína.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Tengdar fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23