Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 21:23 Tilskipanirnar eru mikið reiðarslag fyrir bandaríska borgara. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“ Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“
Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira