Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 21:23 Tilskipanirnar eru mikið reiðarslag fyrir bandaríska borgara. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“ Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“
Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira