„Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Aron Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 11:48 Gary Neville er áhyggjufullur um stöðu Manchester United Vísir/Samsett mynd Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fer ekki fögrum orðum um stöðuna hjá sínu fyrrverandi félagi. Segir hana verri núna undir þjálfaranum Rúben Amorim heldur en þegar að Erik ten Hag hélt utan um stjórnartaumana. Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira