„Það fór eitthvað leikrit í gang“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 11:02 Róbert Orri Þorkelsson er mættur í Víkina. Mynd/Víkingur Nýr leikmaður Víkings er spenntur fyrir því að læra af þjálfaranum Sölva Geir Ottesen og segir ekki skref aftur á bak að snúa heim úr atvinnumennsku. Hann stökk á tilboð Víkinga eftir svokallað leikrit sem danska liðið SönderjyskE setti á svið. Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira