Hamas lætur þrjá gísla lausa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 10:34 Ofer Kalderon hefur verið í haldi Hamasliða frá árás þeirra sjöunda október 2023. AP/Abdel Kareem Hana Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins felur í sér að Hamas láti 33 gísla lausa gegn því að Ísraelar sleppi um tvö þúsund fanga lausa ásamt því að leyfa Palestínumönnum að snúa aftur til norðurhluta Gasasvæðisins. Í næstu viku hefjast samningafundir þar sem freist verður að ná samkomulagi um áframhaldandi vopnahlé eða jafnvel varanlegu. Ásamt því að gíslarnir ísraelsku sem hafa verið í haldi Hamas frá innrásinni sjöunda október 2023 verði látnir lausir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu hafa einnig tilkynnt um að landamærastöð Palestínu og Egyptalands í borginni Rafa verði opnuð á nýjan leik sem gerir mörgum þúsund særðra Palestínumanna kleift að sækja sér lífsbjörg á sjúkrahúsum Egyptalandsmegin. Fagna heimkomu ástvina Í morgun var gíslunum Yarden Bibas og hinum fransk-ísraelska Ofer Kalderon sleppt úr haldi og tóku starfsmenn Rauða krossins á móti þeim í Khan Younis. Seinna í dag var svo hinum bandarísk-ísraelska Keith Siegel sleppt í Gasaborg. Yarden Bibas var afhentur starfsmönnum Rauða krossins í Khan Younis í morgun.AP/Abdel Kareem Hama Fjölskylda hins fransk-ísraelska Ofer Kalderon fagnaði honum innilega þegar hún tók á móti honum á ísraelskri herstöð í Khan Younis-borg. „Í dag föðmum við loksins Ofer og sjáum og skiljum að hann er hér með okkur. Við berum því vitni hvernig hann lifði þetta helvíti af af ótrúlegri þrautseigju. Ofer þurfti að þola fleiri mánuði af martröð og við erum stolt af því að hann skuli hafa lifað af og haldið í vonina um að fá að faðma börnin sín aftur,“ er haft eftir fjölskyldu Ofers. Á annað hundrað palestínskra fanga látnir lausir Ofer Kalderon var tekinn fanga í Nir Oz-kibbútsnum sjöunda október 2023 þegar Hamasliðar réðust inn í ísraelskar byggðir við landamæri Gasasvæðisins. Ásamt honum var Sahar, dóttir hans, og Erez, sonur hans, tekin í gíslingu en þeim var sleppt í nóvember þess árs þegar samið var um tímabundið vopnahlé. Á annað hundrað þúsund Palestínumanna hafa snúið aftur á norðanvert Gasasvæðið í kjölfar vopnahléssamkomulagsins, margir fótgangandi.AP/Abdel Kareem Hana Ísraelar hafa nú hafið ferlið að láta 183 palestínska fanga lausa. 32 föngum sem voru í haldi í herfangelsinu í Ofer var ekið til Vesturbakkans í dag og aðrir 150 verða sendir til Gasasvæðisins eða úr landi. Samkvæmt palestínskum yfirvöldum voru 111 af þessum 183 manna hópi sem á að sleppa úr haldi handteknir á Gasasvæðinu í kjölfar árásanna sjöunda október og hefur verið haldið fanga án dóms eða réttarhalda. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Í næstu viku hefjast samningafundir þar sem freist verður að ná samkomulagi um áframhaldandi vopnahlé eða jafnvel varanlegu. Ásamt því að gíslarnir ísraelsku sem hafa verið í haldi Hamas frá innrásinni sjöunda október 2023 verði látnir lausir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu hafa einnig tilkynnt um að landamærastöð Palestínu og Egyptalands í borginni Rafa verði opnuð á nýjan leik sem gerir mörgum þúsund særðra Palestínumanna kleift að sækja sér lífsbjörg á sjúkrahúsum Egyptalandsmegin. Fagna heimkomu ástvina Í morgun var gíslunum Yarden Bibas og hinum fransk-ísraelska Ofer Kalderon sleppt úr haldi og tóku starfsmenn Rauða krossins á móti þeim í Khan Younis. Seinna í dag var svo hinum bandarísk-ísraelska Keith Siegel sleppt í Gasaborg. Yarden Bibas var afhentur starfsmönnum Rauða krossins í Khan Younis í morgun.AP/Abdel Kareem Hama Fjölskylda hins fransk-ísraelska Ofer Kalderon fagnaði honum innilega þegar hún tók á móti honum á ísraelskri herstöð í Khan Younis-borg. „Í dag föðmum við loksins Ofer og sjáum og skiljum að hann er hér með okkur. Við berum því vitni hvernig hann lifði þetta helvíti af af ótrúlegri þrautseigju. Ofer þurfti að þola fleiri mánuði af martröð og við erum stolt af því að hann skuli hafa lifað af og haldið í vonina um að fá að faðma börnin sín aftur,“ er haft eftir fjölskyldu Ofers. Á annað hundrað palestínskra fanga látnir lausir Ofer Kalderon var tekinn fanga í Nir Oz-kibbútsnum sjöunda október 2023 þegar Hamasliðar réðust inn í ísraelskar byggðir við landamæri Gasasvæðisins. Ásamt honum var Sahar, dóttir hans, og Erez, sonur hans, tekin í gíslingu en þeim var sleppt í nóvember þess árs þegar samið var um tímabundið vopnahlé. Á annað hundrað þúsund Palestínumanna hafa snúið aftur á norðanvert Gasasvæðið í kjölfar vopnahléssamkomulagsins, margir fótgangandi.AP/Abdel Kareem Hana Ísraelar hafa nú hafið ferlið að láta 183 palestínska fanga lausa. 32 föngum sem voru í haldi í herfangelsinu í Ofer var ekið til Vesturbakkans í dag og aðrir 150 verða sendir til Gasasvæðisins eða úr landi. Samkvæmt palestínskum yfirvöldum voru 111 af þessum 183 manna hópi sem á að sleppa úr haldi handteknir á Gasasvæðinu í kjölfar árásanna sjöunda október og hefur verið haldið fanga án dóms eða réttarhalda.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira