Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 11:40 Svona er viðvaranakort Veðurstofunnar núna. Veðurstofa Íslands Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. Appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi klukkan eitt á morgun, föstudag, í Breiðafirði og á Miðhálendinu. Á Suðuausturlandi taka þær gildi fjórum klukkutímum seinna, klukkan fimm. Viðvörunin fellur úr gildi klukkan tíu í Breiðafirði, en um miðnætti á Miðhálendinu og á Suðausturlandi. Fyrirhuguðu óveðri á Breiðafirði er lýst sem suðaustanstormi eða roki. „Suðaustan 18-25 m/s með vindhviður að 40-45 m/s á Snæfellsnesi,” segir á vef Verðurstofunnar. Þá segir að staðbundið foktjón sé líklegt. Jafnframt verði veðrið hættulegt ökutækjum sem taka á sig vind. Á Suðausturlandi er óveðrinu lýst sem suðaustanátt með úrhelli. Búist sé við talsverðri rigningu og miklum leysingum. Þar er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að forðst vatnstjón. Á Miðhálendinu er óveðrinu lýst sem suðaustanstórhríð. „Suðaustan 20-28 m/s með vindhviður að 50 m/s við fjöll. Snjókoma með köflum eða skafrenningu, lítið skyggni og ekkert ferðaveður.“ Veður Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Sjá meira
Appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi klukkan eitt á morgun, föstudag, í Breiðafirði og á Miðhálendinu. Á Suðuausturlandi taka þær gildi fjórum klukkutímum seinna, klukkan fimm. Viðvörunin fellur úr gildi klukkan tíu í Breiðafirði, en um miðnætti á Miðhálendinu og á Suðausturlandi. Fyrirhuguðu óveðri á Breiðafirði er lýst sem suðaustanstormi eða roki. „Suðaustan 18-25 m/s með vindhviður að 40-45 m/s á Snæfellsnesi,” segir á vef Verðurstofunnar. Þá segir að staðbundið foktjón sé líklegt. Jafnframt verði veðrið hættulegt ökutækjum sem taka á sig vind. Á Suðausturlandi er óveðrinu lýst sem suðaustanátt með úrhelli. Búist sé við talsverðri rigningu og miklum leysingum. Þar er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að forðst vatnstjón. Á Miðhálendinu er óveðrinu lýst sem suðaustanstórhríð. „Suðaustan 20-28 m/s með vindhviður að 50 m/s við fjöll. Snjókoma með köflum eða skafrenningu, lítið skyggni og ekkert ferðaveður.“
Veður Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Sjá meira
„Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30
Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41