Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2025 20:30 Robert Kennedy yngri mun mæta á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkaþings á morgun. Frænka hans hefur hvatt þingmenn til að gera hann ekki að heilbrigðisráðherra. EPA/WILL OLIVER Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. Þetta stendur í bréfi sem Caroline Kennedy sendi þingmönnum í aðdraganda þess að tilnefning frænda hennar verður tekin fyrir á þingi seinna í vikunni. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir efasemdum um hæfi Roberts Kennedy yngri í embætti heilbrigðisráðherra og fleiri hafa ekki viljað gefa upp afstöðu sína. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir bréfið en í því skrifar Caroline Kennedy að hún og Robert F. Kennedy yngri hafi alist upp saman og því þekki hún hann vel. Caroline Kennedy vandar frænda sínum ekki kveðjurnar.Getty/Martin Ollman „Það kemur ekki á óvart að hann haldi ránfugla sem gæludýr því hann er sjálfur rándýr,“ skrifar hún. Caroline heldur því einnig fram að Robert hafi leitt aðra úr Kennedyfjölskyldunni í fíkn. Hann hafi boðið fólki upp á fíkniefni í gegnum árin og sýnt fólki hvernig hann setti unga og mýs í blandara til að fæða hauka sem hann hélt sem gæludýr. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Caroline hrósaði frænda sínum fyrir að koma sér upp úr veikindum en sagði aðra ættingja sem hafi fylgt honum í fíkn ekki hafa náð sama árangri og þeir hafi jafnvel dáið, á meðan Robert hafi haldið áfram og logið og svindlað sig í gegnum lífið. Þá skrifaði hún einnig að Robert væri hræsnari þegar kæmi að bóluefnum. Hann hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja börn sín ekki, þó hann hafi sjálfur látið bólusetja sín eigin börn. Fyrsti fundurinn á morgun Kennedy mun mæta fyrir tvær nefndir öldungadeildarinnar í þessari viku, eftir nokkrar tafir. Fyrri fundurinn fer fram á morgun en hann stendur frammi fyrir nokkurri mótspyrnu og að virðist einnig innan Repúblikanaflokksins. Hvort sú mótspyrna muni þó skila atkvæðum gegn tilnefningu hans verður að koma í ljós en Repúblikanar hafa ekki sýnt mikinn vilja til að standa gegn Trump þegar kemur að tilnefningum hans. Í gegnum árin hefur hann ítrekað dreift samsæriskenningum og ósannindum um ýmsa hluti eins og meinta skaðsemi bóluefna, það að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum Bandaríkjanna. Eins og það er orðað í frétt NPR hefur Robert F. Kennedy yngri safnað miklum auð á því að segja ósatt um vísindamenn og stofnanir sem hann á nú að leiða. Miðillinn bendir einnig á að hann stendur í málaferlum vegna bóluefna, sem hann gæti mögulega hagnast á, á sama tíma og hann á stýra málefnum bóluefna og lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bólusetningar Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Þetta stendur í bréfi sem Caroline Kennedy sendi þingmönnum í aðdraganda þess að tilnefning frænda hennar verður tekin fyrir á þingi seinna í vikunni. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir efasemdum um hæfi Roberts Kennedy yngri í embætti heilbrigðisráðherra og fleiri hafa ekki viljað gefa upp afstöðu sína. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir bréfið en í því skrifar Caroline Kennedy að hún og Robert F. Kennedy yngri hafi alist upp saman og því þekki hún hann vel. Caroline Kennedy vandar frænda sínum ekki kveðjurnar.Getty/Martin Ollman „Það kemur ekki á óvart að hann haldi ránfugla sem gæludýr því hann er sjálfur rándýr,“ skrifar hún. Caroline heldur því einnig fram að Robert hafi leitt aðra úr Kennedyfjölskyldunni í fíkn. Hann hafi boðið fólki upp á fíkniefni í gegnum árin og sýnt fólki hvernig hann setti unga og mýs í blandara til að fæða hauka sem hann hélt sem gæludýr. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Caroline hrósaði frænda sínum fyrir að koma sér upp úr veikindum en sagði aðra ættingja sem hafi fylgt honum í fíkn ekki hafa náð sama árangri og þeir hafi jafnvel dáið, á meðan Robert hafi haldið áfram og logið og svindlað sig í gegnum lífið. Þá skrifaði hún einnig að Robert væri hræsnari þegar kæmi að bóluefnum. Hann hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja börn sín ekki, þó hann hafi sjálfur látið bólusetja sín eigin börn. Fyrsti fundurinn á morgun Kennedy mun mæta fyrir tvær nefndir öldungadeildarinnar í þessari viku, eftir nokkrar tafir. Fyrri fundurinn fer fram á morgun en hann stendur frammi fyrir nokkurri mótspyrnu og að virðist einnig innan Repúblikanaflokksins. Hvort sú mótspyrna muni þó skila atkvæðum gegn tilnefningu hans verður að koma í ljós en Repúblikanar hafa ekki sýnt mikinn vilja til að standa gegn Trump þegar kemur að tilnefningum hans. Í gegnum árin hefur hann ítrekað dreift samsæriskenningum og ósannindum um ýmsa hluti eins og meinta skaðsemi bóluefna, það að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum Bandaríkjanna. Eins og það er orðað í frétt NPR hefur Robert F. Kennedy yngri safnað miklum auð á því að segja ósatt um vísindamenn og stofnanir sem hann á nú að leiða. Miðillinn bendir einnig á að hann stendur í málaferlum vegna bóluefna, sem hann gæti mögulega hagnast á, á sama tíma og hann á stýra málefnum bóluefna og lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bólusetningar Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28
Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59