Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2025 20:30 Robert Kennedy yngri mun mæta á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkaþings á morgun. Frænka hans hefur hvatt þingmenn til að gera hann ekki að heilbrigðisráðherra. EPA/WILL OLIVER Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. Þetta stendur í bréfi sem Caroline Kennedy sendi þingmönnum í aðdraganda þess að tilnefning frænda hennar verður tekin fyrir á þingi seinna í vikunni. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir efasemdum um hæfi Roberts Kennedy yngri í embætti heilbrigðisráðherra og fleiri hafa ekki viljað gefa upp afstöðu sína. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir bréfið en í því skrifar Caroline Kennedy að hún og Robert F. Kennedy yngri hafi alist upp saman og því þekki hún hann vel. Caroline Kennedy vandar frænda sínum ekki kveðjurnar.Getty/Martin Ollman „Það kemur ekki á óvart að hann haldi ránfugla sem gæludýr því hann er sjálfur rándýr,“ skrifar hún. Caroline heldur því einnig fram að Robert hafi leitt aðra úr Kennedyfjölskyldunni í fíkn. Hann hafi boðið fólki upp á fíkniefni í gegnum árin og sýnt fólki hvernig hann setti unga og mýs í blandara til að fæða hauka sem hann hélt sem gæludýr. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Caroline hrósaði frænda sínum fyrir að koma sér upp úr veikindum en sagði aðra ættingja sem hafi fylgt honum í fíkn ekki hafa náð sama árangri og þeir hafi jafnvel dáið, á meðan Robert hafi haldið áfram og logið og svindlað sig í gegnum lífið. Þá skrifaði hún einnig að Robert væri hræsnari þegar kæmi að bóluefnum. Hann hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja börn sín ekki, þó hann hafi sjálfur látið bólusetja sín eigin börn. Fyrsti fundurinn á morgun Kennedy mun mæta fyrir tvær nefndir öldungadeildarinnar í þessari viku, eftir nokkrar tafir. Fyrri fundurinn fer fram á morgun en hann stendur frammi fyrir nokkurri mótspyrnu og að virðist einnig innan Repúblikanaflokksins. Hvort sú mótspyrna muni þó skila atkvæðum gegn tilnefningu hans verður að koma í ljós en Repúblikanar hafa ekki sýnt mikinn vilja til að standa gegn Trump þegar kemur að tilnefningum hans. Í gegnum árin hefur hann ítrekað dreift samsæriskenningum og ósannindum um ýmsa hluti eins og meinta skaðsemi bóluefna, það að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum Bandaríkjanna. Eins og það er orðað í frétt NPR hefur Robert F. Kennedy yngri safnað miklum auð á því að segja ósatt um vísindamenn og stofnanir sem hann á nú að leiða. Miðillinn bendir einnig á að hann stendur í málaferlum vegna bóluefna, sem hann gæti mögulega hagnast á, á sama tíma og hann á stýra málefnum bóluefna og lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bólusetningar Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta stendur í bréfi sem Caroline Kennedy sendi þingmönnum í aðdraganda þess að tilnefning frænda hennar verður tekin fyrir á þingi seinna í vikunni. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir efasemdum um hæfi Roberts Kennedy yngri í embætti heilbrigðisráðherra og fleiri hafa ekki viljað gefa upp afstöðu sína. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir bréfið en í því skrifar Caroline Kennedy að hún og Robert F. Kennedy yngri hafi alist upp saman og því þekki hún hann vel. Caroline Kennedy vandar frænda sínum ekki kveðjurnar.Getty/Martin Ollman „Það kemur ekki á óvart að hann haldi ránfugla sem gæludýr því hann er sjálfur rándýr,“ skrifar hún. Caroline heldur því einnig fram að Robert hafi leitt aðra úr Kennedyfjölskyldunni í fíkn. Hann hafi boðið fólki upp á fíkniefni í gegnum árin og sýnt fólki hvernig hann setti unga og mýs í blandara til að fæða hauka sem hann hélt sem gæludýr. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Caroline hrósaði frænda sínum fyrir að koma sér upp úr veikindum en sagði aðra ættingja sem hafi fylgt honum í fíkn ekki hafa náð sama árangri og þeir hafi jafnvel dáið, á meðan Robert hafi haldið áfram og logið og svindlað sig í gegnum lífið. Þá skrifaði hún einnig að Robert væri hræsnari þegar kæmi að bóluefnum. Hann hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja börn sín ekki, þó hann hafi sjálfur látið bólusetja sín eigin börn. Fyrsti fundurinn á morgun Kennedy mun mæta fyrir tvær nefndir öldungadeildarinnar í þessari viku, eftir nokkrar tafir. Fyrri fundurinn fer fram á morgun en hann stendur frammi fyrir nokkurri mótspyrnu og að virðist einnig innan Repúblikanaflokksins. Hvort sú mótspyrna muni þó skila atkvæðum gegn tilnefningu hans verður að koma í ljós en Repúblikanar hafa ekki sýnt mikinn vilja til að standa gegn Trump þegar kemur að tilnefningum hans. Í gegnum árin hefur hann ítrekað dreift samsæriskenningum og ósannindum um ýmsa hluti eins og meinta skaðsemi bóluefna, það að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum Bandaríkjanna. Eins og það er orðað í frétt NPR hefur Robert F. Kennedy yngri safnað miklum auð á því að segja ósatt um vísindamenn og stofnanir sem hann á nú að leiða. Miðillinn bendir einnig á að hann stendur í málaferlum vegna bóluefna, sem hann gæti mögulega hagnast á, á sama tíma og hann á stýra málefnum bóluefna og lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bólusetningar Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28
Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59