Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. janúar 2025 06:51 Trump á leið til Flórída um borð í forsetavél sinni. Kollegi hans í Kólumbíu hefur boðist til þess að hans vél verði notuð til að flytja brottrekna frá Bandaríkjunum í stað herflutningavéla. AP Photo/Mark Schiefelbein Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. Hvíta húsið segir í það minnsta að samkomulag hafi náðst í deilu ríkjanna en Trump og forseti Kólumbíu, Gustavo Pedro, deildu harkalega í gærkvöldi og í nótt en deilan fór að mestu fram í gegnum samfélagsmiðla. Átökin hófust þegar Kólumbía neitaði að veita bandarískum herflugvélum sem voru með ólöglega innflytjendur innanborðs lendingarleyfi í Kólumbíu. Forseti landsins sagðist ekki taka við brottfluttu fólki við slíkar niðurlægjandi aðstæður og krafðist þess að herflugvélar yrðu ekki notaðar við verkið, heldur venjulegar farþegaflugvélar. Á einum tímapunkti bauðst hann meira að segja til þess að nota flugvél forsetaembættisins til þess arna. Trump brást ókvæða við þessum umkvörtunum Kólumbíuforseta og svaraði um hæl að refsitollur yrði þegar í stað lagður á allar kólumbískar vörur. Kaffútflutningur til Bandaríkjanna er Kólumbíu til dæmis gríðarlega mikilvægur og því mikið í húfi. Skömmu síðar kom yfirlýsing frá Hvíta húsinu um að Kólumbía ætli eftir allt saman að leyfa lendingu herflugvéla með ólöglega innflytjendur. Þær flugvélar eru hinsvegar ekki lentar og segja bandarísk stjórnvöld að refsitollarnir verði til reiðu og þeir settir á samstundis, verði flugvélunum snúið frá. Donald Trump Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Hvíta húsið segir í það minnsta að samkomulag hafi náðst í deilu ríkjanna en Trump og forseti Kólumbíu, Gustavo Pedro, deildu harkalega í gærkvöldi og í nótt en deilan fór að mestu fram í gegnum samfélagsmiðla. Átökin hófust þegar Kólumbía neitaði að veita bandarískum herflugvélum sem voru með ólöglega innflytjendur innanborðs lendingarleyfi í Kólumbíu. Forseti landsins sagðist ekki taka við brottfluttu fólki við slíkar niðurlægjandi aðstæður og krafðist þess að herflugvélar yrðu ekki notaðar við verkið, heldur venjulegar farþegaflugvélar. Á einum tímapunkti bauðst hann meira að segja til þess að nota flugvél forsetaembættisins til þess arna. Trump brást ókvæða við þessum umkvörtunum Kólumbíuforseta og svaraði um hæl að refsitollur yrði þegar í stað lagður á allar kólumbískar vörur. Kaffútflutningur til Bandaríkjanna er Kólumbíu til dæmis gríðarlega mikilvægur og því mikið í húfi. Skömmu síðar kom yfirlýsing frá Hvíta húsinu um að Kólumbía ætli eftir allt saman að leyfa lendingu herflugvéla með ólöglega innflytjendur. Þær flugvélar eru hinsvegar ekki lentar og segja bandarísk stjórnvöld að refsitollarnir verði til reiðu og þeir settir á samstundis, verði flugvélunum snúið frá.
Donald Trump Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira