Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. janúar 2025 06:51 Trump á leið til Flórída um borð í forsetavél sinni. Kollegi hans í Kólumbíu hefur boðist til þess að hans vél verði notuð til að flytja brottrekna frá Bandaríkjunum í stað herflutningavéla. AP Photo/Mark Schiefelbein Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. Hvíta húsið segir í það minnsta að samkomulag hafi náðst í deilu ríkjanna en Trump og forseti Kólumbíu, Gustavo Pedro, deildu harkalega í gærkvöldi og í nótt en deilan fór að mestu fram í gegnum samfélagsmiðla. Átökin hófust þegar Kólumbía neitaði að veita bandarískum herflugvélum sem voru með ólöglega innflytjendur innanborðs lendingarleyfi í Kólumbíu. Forseti landsins sagðist ekki taka við brottfluttu fólki við slíkar niðurlægjandi aðstæður og krafðist þess að herflugvélar yrðu ekki notaðar við verkið, heldur venjulegar farþegaflugvélar. Á einum tímapunkti bauðst hann meira að segja til þess að nota flugvél forsetaembættisins til þess arna. Trump brást ókvæða við þessum umkvörtunum Kólumbíuforseta og svaraði um hæl að refsitollur yrði þegar í stað lagður á allar kólumbískar vörur. Kaffútflutningur til Bandaríkjanna er Kólumbíu til dæmis gríðarlega mikilvægur og því mikið í húfi. Skömmu síðar kom yfirlýsing frá Hvíta húsinu um að Kólumbía ætli eftir allt saman að leyfa lendingu herflugvéla með ólöglega innflytjendur. Þær flugvélar eru hinsvegar ekki lentar og segja bandarísk stjórnvöld að refsitollarnir verði til reiðu og þeir settir á samstundis, verði flugvélunum snúið frá. Donald Trump Kólumbía Bandaríkin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Hvíta húsið segir í það minnsta að samkomulag hafi náðst í deilu ríkjanna en Trump og forseti Kólumbíu, Gustavo Pedro, deildu harkalega í gærkvöldi og í nótt en deilan fór að mestu fram í gegnum samfélagsmiðla. Átökin hófust þegar Kólumbía neitaði að veita bandarískum herflugvélum sem voru með ólöglega innflytjendur innanborðs lendingarleyfi í Kólumbíu. Forseti landsins sagðist ekki taka við brottfluttu fólki við slíkar niðurlægjandi aðstæður og krafðist þess að herflugvélar yrðu ekki notaðar við verkið, heldur venjulegar farþegaflugvélar. Á einum tímapunkti bauðst hann meira að segja til þess að nota flugvél forsetaembættisins til þess arna. Trump brást ókvæða við þessum umkvörtunum Kólumbíuforseta og svaraði um hæl að refsitollur yrði þegar í stað lagður á allar kólumbískar vörur. Kaffútflutningur til Bandaríkjanna er Kólumbíu til dæmis gríðarlega mikilvægur og því mikið í húfi. Skömmu síðar kom yfirlýsing frá Hvíta húsinu um að Kólumbía ætli eftir allt saman að leyfa lendingu herflugvéla með ólöglega innflytjendur. Þær flugvélar eru hinsvegar ekki lentar og segja bandarísk stjórnvöld að refsitollarnir verði til reiðu og þeir settir á samstundis, verði flugvélunum snúið frá.
Donald Trump Kólumbía Bandaríkin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira