Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:40 Tilnefning Donald Trump á sjónvarpsfréttamanninum Pete Hegseth til varnarmálaráðherra kom mörgum í opna skjöldu en hann er sagður skorta reynslu á sviði varnarmála. AP Pete Hegseth, sjónvarpsmaður og tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hann var meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira