Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 15:50 Palestínumenn virða fyrir sér eftirmála loftárásar í Deir Al-Balah í morgun. AP/Abdel Kareem Hana Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en þar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Utanríkisráðuneyti Katar lýsti því yfir í morgun að samkomulag hefði aldrei verið nærri en nú. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir áðurnefnd drög en ísraelskur embættismaður segir viðræður enn yfirstandandi. Þá verður ísraelska þingið að samþykkja samkomulagið áður en það tekur gildi, verði það að endingu samþykkt af báðum sendinefndum. Þriggja áfanga friður Samkvæmt drögunum yrði friði komið á í þremur áföngum. Fyrst yrði 33 gíslum sleppt yfir sex vikna tímabil en þar yrði um að ræða konur, börn, særða borgara og eldra fólk. Fimm konur úr ísraelska hernum yrðu meðal þeirra. Ísraelar telja að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en að minnsta kosti þriðjungur þeirra sé látinn. Gert er ráð fyrir því að flestir þessara 33 gísla séu lifandi. Ísraelar myndu sleppa fimmtíu Palestínumönnum úr haldi í staðinn og þar á meðal þrjátíu vígamenn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Á þessu sex vikna tímabili myndu ísraelskir hermenn hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar svo fólk gæti snúið aftur til sinna heima, standi heimili þeirra enn. Ísraelar myndu þó enn stjórna landamærum Gasa og Egyptalands. Þá yrði flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandinnar aukið til muna. Annar fasinn liggur enn ekki fyrir að fullu en viðræður um hann myndu halda áfram á meðan á þeim fyrsta stæði. Heimildarmaður AP frá Ísrael sagði að einhverjir ísraelskir hermenn yrðu áfram á Gasa og myndu ekki fara þaðan fyrr en síðasti gíslinn væri laus úr haldi. Á þessum öðrum fasa myndu Hamas-liðar sleppa öllum eftirlifandi gíslum í skiptum fyrir fleiri fanga í haldi Ísraela og það að ísraelskir hermenn færu alfarið frá Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas hafa sagt að síðustu gíslarnir verði ekki frelsaðir fyrr en árásum Ísraela verði hætt og hermenn farnir frá Gasa. Á þriðja fasa samkomulagsins yrðu síðustu gíslunum og líkum annarra skipt í skiptum fyrir þriggja til fimm ára enduruppbyggingu á Gasa, undir alþjóðlegu eftirliti. Þrýstingur frá Bandaríkjunum Erindrekar Hamas hafa kvartað yfir því að hafa nokkrum sinnum samþykkt sambærileg samkomulög áður. Þeim hafi svo verið hafnað af Ísraelum. Legið hefur fyrir frá því um helgina að mikill áfangi hafi náðst í viðræðunum og var meirihluti ráðherra í Ísrael sagður hlynntur því að semja. Þá hafa fregnir borist af því að sérstakur erindreki Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafi þrýst mjög á Netanjahú um helgina. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru á vergangi. Þá standa þeir frammi fyrir mögulegri hungursneyð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Katar Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en þar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Utanríkisráðuneyti Katar lýsti því yfir í morgun að samkomulag hefði aldrei verið nærri en nú. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir áðurnefnd drög en ísraelskur embættismaður segir viðræður enn yfirstandandi. Þá verður ísraelska þingið að samþykkja samkomulagið áður en það tekur gildi, verði það að endingu samþykkt af báðum sendinefndum. Þriggja áfanga friður Samkvæmt drögunum yrði friði komið á í þremur áföngum. Fyrst yrði 33 gíslum sleppt yfir sex vikna tímabil en þar yrði um að ræða konur, börn, særða borgara og eldra fólk. Fimm konur úr ísraelska hernum yrðu meðal þeirra. Ísraelar telja að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en að minnsta kosti þriðjungur þeirra sé látinn. Gert er ráð fyrir því að flestir þessara 33 gísla séu lifandi. Ísraelar myndu sleppa fimmtíu Palestínumönnum úr haldi í staðinn og þar á meðal þrjátíu vígamenn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Á þessu sex vikna tímabili myndu ísraelskir hermenn hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar svo fólk gæti snúið aftur til sinna heima, standi heimili þeirra enn. Ísraelar myndu þó enn stjórna landamærum Gasa og Egyptalands. Þá yrði flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandinnar aukið til muna. Annar fasinn liggur enn ekki fyrir að fullu en viðræður um hann myndu halda áfram á meðan á þeim fyrsta stæði. Heimildarmaður AP frá Ísrael sagði að einhverjir ísraelskir hermenn yrðu áfram á Gasa og myndu ekki fara þaðan fyrr en síðasti gíslinn væri laus úr haldi. Á þessum öðrum fasa myndu Hamas-liðar sleppa öllum eftirlifandi gíslum í skiptum fyrir fleiri fanga í haldi Ísraela og það að ísraelskir hermenn færu alfarið frá Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas hafa sagt að síðustu gíslarnir verði ekki frelsaðir fyrr en árásum Ísraela verði hætt og hermenn farnir frá Gasa. Á þriðja fasa samkomulagsins yrðu síðustu gíslunum og líkum annarra skipt í skiptum fyrir þriggja til fimm ára enduruppbyggingu á Gasa, undir alþjóðlegu eftirliti. Þrýstingur frá Bandaríkjunum Erindrekar Hamas hafa kvartað yfir því að hafa nokkrum sinnum samþykkt sambærileg samkomulög áður. Þeim hafi svo verið hafnað af Ísraelum. Legið hefur fyrir frá því um helgina að mikill áfangi hafi náðst í viðræðunum og var meirihluti ráðherra í Ísrael sagður hlynntur því að semja. Þá hafa fregnir borist af því að sérstakur erindreki Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafi þrýst mjög á Netanjahú um helgina. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru á vergangi. Þá standa þeir frammi fyrir mögulegri hungursneyð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Katar Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira