„Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 13:47 Joey Barton hefur stofnað hlaðvarp á meðan hann leitar nýs þjálfarastarfs. Hann stýrði Fleetwood Town frá 2018 til 2021 og tók sama ár við Bristol Rovers en hefur verið án starfs frá því að honum var sagt upp á þeim bænum 2023. Vísir/Getty Liverpool átti afskaplega gott haust undir stjórn nýs stjóra, Hollendingsins Arne Slot, og sat á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem og Meistaradeildar Evrópu um áramót. Mikið þarf að gerast til að Púllarar kasti frá sér toppsæti deildarinnar, samkvæmt fyrrum knattspyrnumanninum Joey Barton. Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira