Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. janúar 2025 08:00 Trent Alexander-Arnold í baráttunni við Matthijs de Ligt. Liverpool FC/Getty Images Sparkspekingurinn Roy Keane er að venju með munninn fyrir neðan nefið og hann lét Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool, heyra það eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United. Trent er sagður nálægt því að ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Það hefur mikið verið ritað um framtíð Trent undanfarnar vikur en leikmaðurinn er talinn vera við það að samþykkja samningstilboð Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Samningur hans rennur út næsta sumar og því má hann semja við lið utan Englands. Liverpool hefur hins vegar boðið honum nýjan og betri samning en leikmaðurinn virðist ekki viss hvað skal gera. Það sama verður sagt um varnarleik hans í leik helgarinnar gegn Man United. Í fyrri hálfleik var hann alls ekki í línu þegar varnarlína Liverpool lyfti upp og því slapp Rasmus Höjlund í gegn. Sem betur fer fyrir Trent þá er danski framherjinn með sjálfstraustið niðri í kjallaranum og Alisson, markvörður Liverpool, frábær einn á einn. Þegar Trent gleymdi sér á nýjan leik í síðari hálfleik var hann ekki jafn heppinn. Aftur hélt hann ekki línu og Lisandro Martínez kom gestunum yfir. Að loknum leik lét Keane, sem er fyrrum fyrirliði Man Utd, gamminn geisa. "He's going to Tranmere Rovers after this" 💬Roy Keane's honest opinion on Trent Alexander-Arnold's defending. pic.twitter.com/vE02Qmnqik— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 5, 2025 „Varnarlega hefur Trent verið skelfilegur. Við tölum um hversu frábær hann er en varnarleikurinn hans er eins og eitthvað hjá grunnskólakrakka. Hann er orðaður við Real Madríd en ætti að vera orðaður við Tranmere Rovers miðað við spilamennskuna,“ sagði Keane um enska landsliðsmanninn eftir stórleik helgarinnar. Tranmere Rovers er í 20. sæti ensku D-deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Það hefur mikið verið ritað um framtíð Trent undanfarnar vikur en leikmaðurinn er talinn vera við það að samþykkja samningstilboð Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Samningur hans rennur út næsta sumar og því má hann semja við lið utan Englands. Liverpool hefur hins vegar boðið honum nýjan og betri samning en leikmaðurinn virðist ekki viss hvað skal gera. Það sama verður sagt um varnarleik hans í leik helgarinnar gegn Man United. Í fyrri hálfleik var hann alls ekki í línu þegar varnarlína Liverpool lyfti upp og því slapp Rasmus Höjlund í gegn. Sem betur fer fyrir Trent þá er danski framherjinn með sjálfstraustið niðri í kjallaranum og Alisson, markvörður Liverpool, frábær einn á einn. Þegar Trent gleymdi sér á nýjan leik í síðari hálfleik var hann ekki jafn heppinn. Aftur hélt hann ekki línu og Lisandro Martínez kom gestunum yfir. Að loknum leik lét Keane, sem er fyrrum fyrirliði Man Utd, gamminn geisa. "He's going to Tranmere Rovers after this" 💬Roy Keane's honest opinion on Trent Alexander-Arnold's defending. pic.twitter.com/vE02Qmnqik— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 5, 2025 „Varnarlega hefur Trent verið skelfilegur. Við tölum um hversu frábær hann er en varnarleikurinn hans er eins og eitthvað hjá grunnskólakrakka. Hann er orðaður við Real Madríd en ætti að vera orðaður við Tranmere Rovers miðað við spilamennskuna,“ sagði Keane um enska landsliðsmanninn eftir stórleik helgarinnar. Tranmere Rovers er í 20. sæti ensku D-deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira