Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Smári Jökull Jónsson skrifar 2. janúar 2025 07:02 Sir Gareth Southgate eftir tapið gegn Spáni í úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. Vísir/Getty Gareth Southgate fyrrum þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu getur nú kallað sig Sir Gareth Southgate eftir að hafa verið á meðal þeirra Breta sem aðlaðir voru af Karli konungi nú um áramótin. Gareth Southgate sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari Englands að loknu Evrópumótinu í sumar en hann stýrði enska liðinu þá alla leið í úrslitaleik þar sem liðið tapaði gegn Spánverjum. Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. Southgate gerði góða hluti með enska liðið. Liðið lenti í 4. sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018 og vann silfur á EM árið 2020 eftir tap gegn Ítalíu í úrslitaleik. England féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar og vann aftur silfur á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Southgate er fjórði enski landsliðsþjálfarinn sem er aðlaður en Walter Winterbottom, Alf Ramsey og Bobby Robson hafa allir hlotið þann heiður fyrir störf sín. „Hann færði stuðningsmenn okkar nær liðinu en nokkurn tíman áður, stóð fyrir það sem hann trúir á og gerði leikmenn stolta sem fulltrúa Englands,“ sagði Debbie Hewitt stjórnarmaður enska knattspyrnusambandsins þegar tilkynnt var um útnefningu Southgate. „Það hefur verið sannur heiður að kynnast manninum og knattspyrnustjóranum. Við öll sem höfum upplifað hugulsemi hans, einbeitingu og leiðtogahæfni erum í skýjunum vegna þessara frétta.“ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Gareth Southgate sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari Englands að loknu Evrópumótinu í sumar en hann stýrði enska liðinu þá alla leið í úrslitaleik þar sem liðið tapaði gegn Spánverjum. Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. Southgate gerði góða hluti með enska liðið. Liðið lenti í 4. sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018 og vann silfur á EM árið 2020 eftir tap gegn Ítalíu í úrslitaleik. England féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar og vann aftur silfur á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Southgate er fjórði enski landsliðsþjálfarinn sem er aðlaður en Walter Winterbottom, Alf Ramsey og Bobby Robson hafa allir hlotið þann heiður fyrir störf sín. „Hann færði stuðningsmenn okkar nær liðinu en nokkurn tíman áður, stóð fyrir það sem hann trúir á og gerði leikmenn stolta sem fulltrúa Englands,“ sagði Debbie Hewitt stjórnarmaður enska knattspyrnusambandsins þegar tilkynnt var um útnefningu Southgate. „Það hefur verið sannur heiður að kynnast manninum og knattspyrnustjóranum. Við öll sem höfum upplifað hugulsemi hans, einbeitingu og leiðtogahæfni erum í skýjunum vegna þessara frétta.“
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira