Carragher skammar Alexander-Arnold Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 11:31 Jamie Carragher er ekki ánægður með Trent Alexander-Arnold og starfslið hans. Vísir/Getty Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út í sumar og möguleg félagaskipti hans til spænska stórliðsins Real Madrid hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher er allt annað en sáttur með framkomu Alexander-Arnold gagnvart uppeldisfélaginu. Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn. Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira