Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2024 10:36 Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. Ekkert gekk að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og var miklu frosti kennt um. Það var loks um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem það tókst og takmarkað rafmagn fór að koma á einstaka hluta bæjarins. Um þrjúhundruð manns höfðu þá safnast saman í Godthåbhallen, stærra íþróttahúsinu. Í morgun voru einhverjir bæjarhlutar enn án rafmagns. Víðtæk rafmagnsskömmtun er í gildi og óvíst hvenær mál lagast. Svo takmarkað er varaafl að slökkva þurfti á bæði 4G og 5G-sendum. Þá féllu niður útvarpssendingar KNR, ríkisútvarps Grænlendinga. Nýleg háhýsi í einu úthverfa Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk var kvödd saman vegna stöðunnar. Biðlaði hún til bæjarbúa að fara sparlega með rafmagn og nota engin orkufrek rafmagnstæki, eins og eldavélar, þvottavélar og uppþvottavélar, samkvæmt frétt KNR. Þó var tekið fram að óþarfi væri að slökkva á jólaljósum enda væru þau flest með sparneytnum led-perum. Þá voru húseigendur beðnir um að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Straumrofið er rakið til bilunar í sextíu kílómetra langri háspennulínu milli Nuuk og stærstu virkjunar Grænlands, við Buksefjord. Aðstæður eru þannig að ekki verður hægt að kanna hvar bilunin er fyrr en birtir í dag. Háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Uppfært klukkan 15:40. Orkufyrirtæki Grænlands, Nukissiorfiit, tilkynnti fyrir rúmri klukkustund að fullur straumur væri kominn á öll hverfi Nuuk með hjálp varaafls og rafmagnsskömmtun hefði verið aflétt. Enn væri þó unnið að því að finna og lagfæra þá bilun sem varð í flutningslínunni frá virkjuninni í Buksefjord. Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Almannavarnir Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Ekkert gekk að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og var miklu frosti kennt um. Það var loks um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem það tókst og takmarkað rafmagn fór að koma á einstaka hluta bæjarins. Um þrjúhundruð manns höfðu þá safnast saman í Godthåbhallen, stærra íþróttahúsinu. Í morgun voru einhverjir bæjarhlutar enn án rafmagns. Víðtæk rafmagnsskömmtun er í gildi og óvíst hvenær mál lagast. Svo takmarkað er varaafl að slökkva þurfti á bæði 4G og 5G-sendum. Þá féllu niður útvarpssendingar KNR, ríkisútvarps Grænlendinga. Nýleg háhýsi í einu úthverfa Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk var kvödd saman vegna stöðunnar. Biðlaði hún til bæjarbúa að fara sparlega með rafmagn og nota engin orkufrek rafmagnstæki, eins og eldavélar, þvottavélar og uppþvottavélar, samkvæmt frétt KNR. Þó var tekið fram að óþarfi væri að slökkva á jólaljósum enda væru þau flest með sparneytnum led-perum. Þá voru húseigendur beðnir um að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Straumrofið er rakið til bilunar í sextíu kílómetra langri háspennulínu milli Nuuk og stærstu virkjunar Grænlands, við Buksefjord. Aðstæður eru þannig að ekki verður hægt að kanna hvar bilunin er fyrr en birtir í dag. Háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Uppfært klukkan 15:40. Orkufyrirtæki Grænlands, Nukissiorfiit, tilkynnti fyrir rúmri klukkustund að fullur straumur væri kominn á öll hverfi Nuuk með hjálp varaafls og rafmagnsskömmtun hefði verið aflétt. Enn væri þó unnið að því að finna og lagfæra þá bilun sem varð í flutningslínunni frá virkjuninni í Buksefjord.
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Almannavarnir Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37
Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30