Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 22:31 Ruben Amorim ræðir málin við Amad Diallo í leiknum á móti Manchester City en Diallo átti síðan eftir að ráða úrslitum í leiknum. Getty/Robbie Jay Barratt Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt ætla að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingar um byrjunarlið United leki út löngu fyrir leiki liðsins. Upplýsingar um byrjunarliðið á móti Manchester City láku út um sólarhring fyrir leik. Ruben Amorim, þjálfari liðsins, viðurkenndi að þetta væri „ekki gott mál“ þegar hann var spurður út í lekann eftir leikinn á móti City. Hann hefði eflaust verið miklu pirraðri ef leikurinn hefði tapast. ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að portúgalski þjálfarinn hafi samt ekki allt of miklar áhyggjur af þessu en þetta lekavandamál hefur verið lengi til vandræða á Old Trafford. Það hefur mikið gengið á hjá félaginu síðustu ár og það er mikill áhugi hjá bæði fjölmiðlamönnum og samfélagsmiðlum að skúbba fréttum úr innsta hring. United hefur minnt starfsfólk sitt á mikilvægi þess að passa upp á það að viðkvæmar liðsupplýsingar leki ekki út til fjölmiðla. Liðin tilkynna venjulega byrjunarlið sín opinberlega 75 mínútum fyrir upphafsflaut. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum þá telja forráðamenn United að ekki sé um leikmann eða starfsmann að ræða heldur séu upplýsingarnar að leka út með öðrum hætti. Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho og þá aðallega bróðir hans átti að vera sökudólgurinn en United hefur þvertekið fyrir það. „Ég þekki þessa sögu. Ég veit ekki hvar vandamálið liggur. Ég held að það sé nánast ómögulegt að laga þetta í dag því það eru svo margir sem vinna hjá félaginu. Leikmenn tala við umboðsmenn eða aðrir við vini sína. Það er erfitt að finna sökudólginn. Þetta er ekki gott mál en við verðum bara að halda áfram og sjá þá til hvort þeir komast byrjunarliðinu líka fyrir næsta leik,“ sagði Ruben Amorim. Manchester United mætir næst Tottenham á fimmtudaginn í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. "It's not a good thing."Ruben Amorim says Manchester United's team leaks are "impossible to fix".#MUFC pic.twitter.com/1Rjd4EhNrS— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2024 Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Upplýsingar um byrjunarliðið á móti Manchester City láku út um sólarhring fyrir leik. Ruben Amorim, þjálfari liðsins, viðurkenndi að þetta væri „ekki gott mál“ þegar hann var spurður út í lekann eftir leikinn á móti City. Hann hefði eflaust verið miklu pirraðri ef leikurinn hefði tapast. ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að portúgalski þjálfarinn hafi samt ekki allt of miklar áhyggjur af þessu en þetta lekavandamál hefur verið lengi til vandræða á Old Trafford. Það hefur mikið gengið á hjá félaginu síðustu ár og það er mikill áhugi hjá bæði fjölmiðlamönnum og samfélagsmiðlum að skúbba fréttum úr innsta hring. United hefur minnt starfsfólk sitt á mikilvægi þess að passa upp á það að viðkvæmar liðsupplýsingar leki ekki út til fjölmiðla. Liðin tilkynna venjulega byrjunarlið sín opinberlega 75 mínútum fyrir upphafsflaut. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum þá telja forráðamenn United að ekki sé um leikmann eða starfsmann að ræða heldur séu upplýsingarnar að leka út með öðrum hætti. Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho og þá aðallega bróðir hans átti að vera sökudólgurinn en United hefur þvertekið fyrir það. „Ég þekki þessa sögu. Ég veit ekki hvar vandamálið liggur. Ég held að það sé nánast ómögulegt að laga þetta í dag því það eru svo margir sem vinna hjá félaginu. Leikmenn tala við umboðsmenn eða aðrir við vini sína. Það er erfitt að finna sökudólginn. Þetta er ekki gott mál en við verðum bara að halda áfram og sjá þá til hvort þeir komast byrjunarliðinu líka fyrir næsta leik,“ sagði Ruben Amorim. Manchester United mætir næst Tottenham á fimmtudaginn í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. "It's not a good thing."Ruben Amorim says Manchester United's team leaks are "impossible to fix".#MUFC pic.twitter.com/1Rjd4EhNrS— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2024
Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira