Nauðsynlegt og löngu tímabært Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2024 08:00 Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, með vinnuvélarnar kærkomnu í bakgrunn. Vísir/Einar Loksins, segja KR-ingar sem sáu vinnvélar komnar til starfa við aðalvöll félagsins í vikunni. Fyrsta skref í átt að nýrri ásýnd svæðis félagsins hefur verið tekið. „Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn