Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 07:30 Rio Ferdinand vann ófáa titlana á glæsilegum ferli sinum með Manchester United. Getty/Matthew Peters Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. United keypti Dan Ashworth frá Newcastle í sumar en hann náði bara að klára fimm mánuði á Old Trafford. Það er talað um að Sir Jim Ratcliffe hafi ekki verið ánægður með fjölda kaupa Ashworth á þessu hálfa ári og hafi hreinlega misst trúna á Ashworth. Ferdinand er goðsögn hjá Manchester United og menn hlusta þegar hann tala enda um tíma einn besti miðvörður heims. Ferdinand er furðu lostinn yfir óreiðunni sem virðist vera í gangi á bak við tjöldin á Old Trafford. Þessi þróun mála hjá hans gamla félagi fer líka augljóslega í taugarnar á Rio. „Glundroði er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum Rio Presents. Hann segist vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart fjölmörgum leikmönnum sem hann telur að séu ekki nógu góðir til að spila með Manchester United. „Ég vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart skítaleikmönnunum sínum og þeir hafa verið gagnvart starfsfólkinu sem hefur misst vinnuna að undanförnu eftir að hafa verið þar til fjölda ára,“ sagði Ferdinand. „Ef að það eru enn þarna skítaleikmenn eða leikmenn sem eru ekki nógu góðir. Verið eins vægðarlausir gagnvart þeim. Losið ykkur við þá leikmenn strax,“ sagði Ferdinand. Hann nefnir einstaka leikmenn ekki á mark en það er búist við að nokkrir leikmenn yfirgefi félaigð í janúar eða í sumar. „Þeir tóku alla vega blóðuga ákvörðun í þetta skiptið,“ sagði Ferdinand eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Hann vill því hreinsa út á Old Trafford og er ekki sá eini. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Sjá meira
United keypti Dan Ashworth frá Newcastle í sumar en hann náði bara að klára fimm mánuði á Old Trafford. Það er talað um að Sir Jim Ratcliffe hafi ekki verið ánægður með fjölda kaupa Ashworth á þessu hálfa ári og hafi hreinlega misst trúna á Ashworth. Ferdinand er goðsögn hjá Manchester United og menn hlusta þegar hann tala enda um tíma einn besti miðvörður heims. Ferdinand er furðu lostinn yfir óreiðunni sem virðist vera í gangi á bak við tjöldin á Old Trafford. Þessi þróun mála hjá hans gamla félagi fer líka augljóslega í taugarnar á Rio. „Glundroði er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum Rio Presents. Hann segist vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart fjölmörgum leikmönnum sem hann telur að séu ekki nógu góðir til að spila með Manchester United. „Ég vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart skítaleikmönnunum sínum og þeir hafa verið gagnvart starfsfólkinu sem hefur misst vinnuna að undanförnu eftir að hafa verið þar til fjölda ára,“ sagði Ferdinand. „Ef að það eru enn þarna skítaleikmenn eða leikmenn sem eru ekki nógu góðir. Verið eins vægðarlausir gagnvart þeim. Losið ykkur við þá leikmenn strax,“ sagði Ferdinand. Hann nefnir einstaka leikmenn ekki á mark en það er búist við að nokkrir leikmenn yfirgefi félaigð í janúar eða í sumar. „Þeir tóku alla vega blóðuga ákvörðun í þetta skiptið,“ sagði Ferdinand eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Hann vill því hreinsa út á Old Trafford og er ekki sá eini. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Sjá meira