Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 15:00 Dan Ashworth staldraði heldur stutt við hjá Manchester United, eða í aðeins fimm mánuði. Getty/Charlotte Tattersall Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. United keypti Ashworth frá Newcastle en hann var aðeins fimm mánuði við störf hjá Rauðu djöflunum áður en ákvörðun var tekin um helgina um að hann myndi hætta. The Athletic segir að United hafi átt frumkvæðið að þeirri ákvörðun, eftir ítrekað ósætti á milli Ashworth og annarra stjórnenda hjá félaginu. Þó að þessi skammi tími hjá United, þar sem Ashworth hafði leikmannakaup- og sölur á sinni könnu, hafi sjálfsagt skaðað orðspor hans þá hefur ESPN heimildir fyrir því að Ashworth sé samt sem áður í sigti Arsenal, ásamt fleirum. Ashworth skapaði sér nafn eftir að hafa þótt gera vel hjá enska knattspyrnusambandinu, Brighton og Newcastle, og þar áður starfaði Ashworth með Richard Garlick hjá West Bromwich Albion. Garlick færði sig til innan Arsenal í sumar og tók við stöðu framkvæmdastjóra, og stýrir því leitinni að arftaka Edu sem hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal í síðasta mánuði. Edu hætti óvænt til þess að taka við starfi fyrir Grikkjann Evangelos Marinakis, sem á nokkur knattspyrnufélög og þar á meðal Nottingham Forest. Arsenal hafði því ekki gert áætlanir varðandi mögulegan arftaka Edu og eru verkefni hans nú í höndum Garlicks og Jason Ayto, aðstoðarstjórnanda. Samkvæmt frétt ESPN sjá forráðamenn Arsenal ekki mikla ástæðu til leikmannakaupa í janúarglugganum og því er ekki talið liggja mikið á að ráða arftaka Edu. Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
United keypti Ashworth frá Newcastle en hann var aðeins fimm mánuði við störf hjá Rauðu djöflunum áður en ákvörðun var tekin um helgina um að hann myndi hætta. The Athletic segir að United hafi átt frumkvæðið að þeirri ákvörðun, eftir ítrekað ósætti á milli Ashworth og annarra stjórnenda hjá félaginu. Þó að þessi skammi tími hjá United, þar sem Ashworth hafði leikmannakaup- og sölur á sinni könnu, hafi sjálfsagt skaðað orðspor hans þá hefur ESPN heimildir fyrir því að Ashworth sé samt sem áður í sigti Arsenal, ásamt fleirum. Ashworth skapaði sér nafn eftir að hafa þótt gera vel hjá enska knattspyrnusambandinu, Brighton og Newcastle, og þar áður starfaði Ashworth með Richard Garlick hjá West Bromwich Albion. Garlick færði sig til innan Arsenal í sumar og tók við stöðu framkvæmdastjóra, og stýrir því leitinni að arftaka Edu sem hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal í síðasta mánuði. Edu hætti óvænt til þess að taka við starfi fyrir Grikkjann Evangelos Marinakis, sem á nokkur knattspyrnufélög og þar á meðal Nottingham Forest. Arsenal hafði því ekki gert áætlanir varðandi mögulegan arftaka Edu og eru verkefni hans nú í höndum Garlicks og Jason Ayto, aðstoðarstjórnanda. Samkvæmt frétt ESPN sjá forráðamenn Arsenal ekki mikla ástæðu til leikmannakaupa í janúarglugganum og því er ekki talið liggja mikið á að ráða arftaka Edu.
Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira