Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 09:43 Piltur hellir úr vatnsflösku yfir sig í hitabylgju í Brussel í Belgíu í ágúst. Vísir/EPA Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent