Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 22:10 Dean Huijsen fagnar marki sínu fyrir Bournemouth gegn Tottenham. getty/Harry Murphy Bournemouth lyfti sér upp fyrir Tottenham og í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri í leik liðanna í kvöld. Lokatölur á Vitality leikvanginum, 1-0. Bournemouth hefur verið sterkt á heimavelli í vetur en auk Tottenham hefur liðið unnið heimasigra á Manchester City og Arsenal. Tottenham er í 10. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. Dean Huijsen skoraði eina mark leiksins í kvöld. Á 17. mínútu skallaði þessi nítján ára Spánverji hornspyrnu Marcus Tavernier í netið. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma til að jafna gerðu gestirnir sig sjaldan líklega. Heimamenn voru hættulegri aðilinn og áttu meðal annars átta skot á markið. Enski boltinn
Bournemouth lyfti sér upp fyrir Tottenham og í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri í leik liðanna í kvöld. Lokatölur á Vitality leikvanginum, 1-0. Bournemouth hefur verið sterkt á heimavelli í vetur en auk Tottenham hefur liðið unnið heimasigra á Manchester City og Arsenal. Tottenham er í 10. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. Dean Huijsen skoraði eina mark leiksins í kvöld. Á 17. mínútu skallaði þessi nítján ára Spánverji hornspyrnu Marcus Tavernier í netið. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma til að jafna gerðu gestirnir sig sjaldan líklega. Heimamenn voru hættulegri aðilinn og áttu meðal annars átta skot á markið.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn