„Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 14:02 Kevin De Bruyne hefur ekki getað sýnt sínar bestu hliðar í vetur, vegna meiðsla. Getty/James Gill Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gefur lítið fyrir vangaveltur þeirra Jamie Carragher og Gary Neville um að einhvers konar ósætti sé á milli hans og Kevin De Bruyne. Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira