Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Aron Guðmundsson skrifar 2. desember 2024 11:02 Kevin De Bruyne og Pep Guardiola hafa starfað lengi saman hjá Manchester City. Kannski of lengi? Vísir/Getty Sparkspekingarnir og fyrrverandi leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, Gary Neville og Jamie Carragher, telja eitthvað miður gott í gangi milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og eins besta leikmann liðsins undanfarin ár Kevin De Bruyne. Sá síðarnefndi spilaði afar lítið í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Leik sem var sjötti tapleikur City í síðustu sjö leikjum. Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira