Damir á leið til Asíu Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 13:54 Damir Muminovic fagnar með stuðningsmönnum sem voru alveg við endalínuna, á bakvið hlið sem sett höfðu verið upp sérstaklega vegna leiksins. VÍSIR/VILHELM Damir Muminovic, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur komist að samkomulagi við félagið um að yfirgefa það tímabundið til þess að spila í úrvalsdeild í Singapúr. Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson greindi frá þessu á Twitter í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis var það einnig til skoðunar í vor að Damir færi til Asíu en nú er allt útlit fyrir að það verði frágengið á næstu dögum. Serbinn geðugi kveður Smárann🇷🇸🟢Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Breiðablik og mun spila í Asíu(Singapore Super League) fram á næsta ár. Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu. pic.twitter.com/AQ8YYMc6kr— Gunnar Birgisson (@grjotze) November 12, 2024 Níu lið leika í úrvalsdeildinni í Singapúr og er eitt þeirra staðsett utan eyríkisins, eða í Brúnei. Það félag heitir DPMM (Duli Pengiran Muda Mahkota) og er eftir því sem næst verður komist það félag sem Damir mun nú ganga til liðs við. Damir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik en mun hafa komist að samkomulagi við félagið um að fara í þetta Asíuævintýri. Hann gæti svo snúið aftur eftir að tímabilinu í Singapúr lýkur í maí, og spilað með Blikum á nýjan leik frá og með opnun félagaskiptagluggans í júlí. Ef rétt reynist að Damir sé á leið til DPMM þá mun hann leika undir stjórn Skotans Jamie McAllister, og í liði sem er að mestu skipað heimamönnum en einnig leikmönnum frá Portúgal, Brasilíu, Afganistan, Ástralíu og Norður-Makedóníu. Leikmenn DPMM eru nú komnir í frí fram yfir áramót og spila næst deildarleik 13. janúar, gegn toppliði Lion City Sailors. DPMM er sem stendur í 6. sæti af liðunum níu í deildinni, með 21 stig eftir 18 leiki, eða 18 stigum á eftir efstu liðum. Breiðablik Fótbolti Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson greindi frá þessu á Twitter í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis var það einnig til skoðunar í vor að Damir færi til Asíu en nú er allt útlit fyrir að það verði frágengið á næstu dögum. Serbinn geðugi kveður Smárann🇷🇸🟢Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Breiðablik og mun spila í Asíu(Singapore Super League) fram á næsta ár. Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu. pic.twitter.com/AQ8YYMc6kr— Gunnar Birgisson (@grjotze) November 12, 2024 Níu lið leika í úrvalsdeildinni í Singapúr og er eitt þeirra staðsett utan eyríkisins, eða í Brúnei. Það félag heitir DPMM (Duli Pengiran Muda Mahkota) og er eftir því sem næst verður komist það félag sem Damir mun nú ganga til liðs við. Damir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik en mun hafa komist að samkomulagi við félagið um að fara í þetta Asíuævintýri. Hann gæti svo snúið aftur eftir að tímabilinu í Singapúr lýkur í maí, og spilað með Blikum á nýjan leik frá og með opnun félagaskiptagluggans í júlí. Ef rétt reynist að Damir sé á leið til DPMM þá mun hann leika undir stjórn Skotans Jamie McAllister, og í liði sem er að mestu skipað heimamönnum en einnig leikmönnum frá Portúgal, Brasilíu, Afganistan, Ástralíu og Norður-Makedóníu. Leikmenn DPMM eru nú komnir í frí fram yfir áramót og spila næst deildarleik 13. janúar, gegn toppliði Lion City Sailors. DPMM er sem stendur í 6. sæti af liðunum níu í deildinni, með 21 stig eftir 18 leiki, eða 18 stigum á eftir efstu liðum.
Breiðablik Fótbolti Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn