„Þetta er liðið hans Höskuldar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 15:31 Höskuldur Gunnlaugsson á ferðinni í úrslitaleik Bestu deildar karla þar sem Breiðablik vann Víking, 0-3. vísir/anton Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, hrósuðu Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks, í hástert þegar tímabilið í Bestu deild karla var gert upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Höskuldur lék alla 27 leiki Breiðabliks í Bestu deildinni í sumar og var markahæstur Blika með níu mörk. Hann var svo valinn besti leikmaður deildarinnar, bæði af leikmönnum hennar og Stúkunni. „Maður tók eftir því þegar þetta fór að ganga hjá þeim að þetta er liðið hans Höskuldar,“ sagði Atli Viðar. „Hann er andlegur leiðtogi þessa liðs, mjög áberandi í seinni umferðinni, er með þetta svolítið á herðunum og stendur svo sannarlega undir því.“ Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður framan af tímabili en var færður inn á miðjuna eftir 2-2 jafntefli við Vestra um mitt mót. „Ástæðan fyrir því að hann er valinn bestur er þegar hann er kominn inn á miðsvæðið getur hann haft meiri áhrif en þegar hann var bakvörður sem færði sig inn á miðjuna og kom þannig inn í uppspilið,“ sagði Baldur. „Eigum við að segja að þetta sé eðlileg þróun hjá leikmanni eins og Höskuldi, að vera hluti af þessu góða Breiðabliksliði og hvernig hann hefur alltaf stigið meira og meira upp, kominn með ótrúlega mikla reynslu og manni finnst alltaf svona strákar eiga skilið að fá svona verðlaun. Kannski verður hann aftur valinn bestur en ég er alltaf ánægður þegar það eru ekki bara markaskorarar eins og Atli,“ bætti Baldur léttur við. Höskuldur er annar leikmaður Breiðabliks sem er valinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Alfreð Finnbogason fékk þá nafnbót þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 2010. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Höskuldur lék alla 27 leiki Breiðabliks í Bestu deildinni í sumar og var markahæstur Blika með níu mörk. Hann var svo valinn besti leikmaður deildarinnar, bæði af leikmönnum hennar og Stúkunni. „Maður tók eftir því þegar þetta fór að ganga hjá þeim að þetta er liðið hans Höskuldar,“ sagði Atli Viðar. „Hann er andlegur leiðtogi þessa liðs, mjög áberandi í seinni umferðinni, er með þetta svolítið á herðunum og stendur svo sannarlega undir því.“ Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður framan af tímabili en var færður inn á miðjuna eftir 2-2 jafntefli við Vestra um mitt mót. „Ástæðan fyrir því að hann er valinn bestur er þegar hann er kominn inn á miðsvæðið getur hann haft meiri áhrif en þegar hann var bakvörður sem færði sig inn á miðjuna og kom þannig inn í uppspilið,“ sagði Baldur. „Eigum við að segja að þetta sé eðlileg þróun hjá leikmanni eins og Höskuldi, að vera hluti af þessu góða Breiðabliksliði og hvernig hann hefur alltaf stigið meira og meira upp, kominn með ótrúlega mikla reynslu og manni finnst alltaf svona strákar eiga skilið að fá svona verðlaun. Kannski verður hann aftur valinn bestur en ég er alltaf ánægður þegar það eru ekki bara markaskorarar eins og Atli,“ bætti Baldur léttur við. Höskuldur er annar leikmaður Breiðabliks sem er valinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Alfreð Finnbogason fékk þá nafnbót þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 2010. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
„Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46
Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32
„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16